Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 19:51 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira