Deilt um borðbúnað í Brautarholti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. apríl 2017 07:51 "Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun." vísir/magnús hlynur Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samþykkt að kaupa borðbúnað og skápa af kvenfélagi Skeiðahrepps fyrir 1,75 milljónir króna í félagsheimilið og leikskólann Brautarholt. Kvenfélagið vildi tæplega 2,7 milljónir króna fyrir leirtauið en fulltrúi F-listans sagði kaupin sæta furðu meðal annars því félagið hafi sjálft afnot af borðbúnaðnum. Tveir fulltrúar F-listans greiddu atkvæði á móti kaupunum. „Það verður að teljast hæpið að sveitarfélagið sé að leggja í kostnað sem þennan þar sem veitingarrekstur telst varla til þeirrar starfsemi sem sveitarfélagið á að standa í, það sama má í raun segja um ýmsa aðra starfsemi sem rekin er í eigum sveitarfélagsins þar sem skattgreiðendur hafa verið að greiða með rekstri einstaklinga,“ sagði Gunnar Örn Marteinsson, fulltrúi F-listans framsýnar og uppbyggingar, í bókun sinni. Þá sagði Gunnar engan skort vera á borðbúnaði. „Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun, bent hefur verið á að stundum séu haldin ættarmót í húsinu og þá sé þörf á auknum borðbúnaði umfram það sem til er á staðnum. Slík starfsemi stendur varla undir kostnaði hjá sveitarfélaginu og spurning hvernig hún fer saman með rekstri leikskólans.“ Sveitarstjórnin samþykkti að endingu, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að kaupa leirtau og skápa af kvenfélaginu á 1.750.000. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samþykkt að kaupa borðbúnað og skápa af kvenfélagi Skeiðahrepps fyrir 1,75 milljónir króna í félagsheimilið og leikskólann Brautarholt. Kvenfélagið vildi tæplega 2,7 milljónir króna fyrir leirtauið en fulltrúi F-listans sagði kaupin sæta furðu meðal annars því félagið hafi sjálft afnot af borðbúnaðnum. Tveir fulltrúar F-listans greiddu atkvæði á móti kaupunum. „Það verður að teljast hæpið að sveitarfélagið sé að leggja í kostnað sem þennan þar sem veitingarrekstur telst varla til þeirrar starfsemi sem sveitarfélagið á að standa í, það sama má í raun segja um ýmsa aðra starfsemi sem rekin er í eigum sveitarfélagsins þar sem skattgreiðendur hafa verið að greiða með rekstri einstaklinga,“ sagði Gunnar Örn Marteinsson, fulltrúi F-listans framsýnar og uppbyggingar, í bókun sinni. Þá sagði Gunnar engan skort vera á borðbúnaði. „Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun, bent hefur verið á að stundum séu haldin ættarmót í húsinu og þá sé þörf á auknum borðbúnaði umfram það sem til er á staðnum. Slík starfsemi stendur varla undir kostnaði hjá sveitarfélaginu og spurning hvernig hún fer saman með rekstri leikskólans.“ Sveitarstjórnin samþykkti að endingu, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að kaupa leirtau og skápa af kvenfélaginu á 1.750.000.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira