Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2017 23:30 Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum, sýnir stjórnvöldum hug sinn en myndin er frá mótmælum í Berufirði þar sem hringveginum hefur tvívegis verið lokað. Mynd/Ólafur Björnsson Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. Á hringveginum eru átta kílómetrar eftir ómalbikaðir í Berufirði og hefur vegakaflinn ratað í fréttir með reglulegu millibili vegna afar slæms ástands. Til stóð að leggja fjármagn til þess að malbika vegakaflann en framkvæmdirnar urðu fórnarlamb um 10 milljarða króna á nýsamþykktri samgönguáætlun. Þetta sættu sveitungar sig ekki við og lokuðu veginum um Berufjörð í tvígang enda orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda. Berglind Häsler, íbúi á svæðinu og einn skipuleggjandi aðgerðanna, segir í samtali við Vísi að sveitungar séu ánægðir eftir að tilkynnt var í dag um að ríkisstjórnin myndi verja 1.200 milljóna króna viðbótarfé til vegagerðar á þessu ári, þar af fara um 300 milljónir í veginn um Berufjörð.Frá mótmælum á brúnni í Berufjarðarbotni. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps fundaði á brúnni.djúpivogur„Við erum alsæl og algjörlega í skýjunum,“ segir Berglind og telur það liggja ljóst fyrir að þær aðgerðir sem sveitungar fóru í með því að loka þjóðvegi 1 hafi skilað sínu. „Mér finnst frábært að þau skyldu hafa hlustað á þessi miklu mótmæli sem voru um allt og land og brugðist við því, það sýnir mannir að lýðræðið virkar,“ segir Berglind. Sveitungar í Berufirði voru þó ekki þeir einu sem mótmæltu heldur var hringveginum um Hornafjarðarfljót einnig lokað auk þess sem þúsundir skrifuðu undir undirskriftasöfnun „Ákall til Íslendinga” þar sem þess var krafist að staðið verði við fyrirheit um endurbætur Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Ljóst er að þessi mótmæli hafa skilað sínu enda fara um 400 milljónir af þeim 1.200 í framkvæmdir á þessum vegaköflum. Berglind segir að þó að menn séu glaðir með að fjármagn sé komið til þess að klára hringveginn í Berufirði, fagni heimamenn þó ekki fyrr en að framkvæmdir hefjist í raun og veru. „Heimamenn í kring eru margir svo varkárir að þeir þora ekki að fagna fyrr en að vinnuvélarnar eru mættar,“ segir Berglind sem er farinn að telja niður dagana þangað til hún getur keyrt um Berufjörð á malbiki. „Þetta er geggjað og dagurinn sem ég keyri þennan fjörð á malbiki, Jesús hvað það verður gaman.“ Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. Á hringveginum eru átta kílómetrar eftir ómalbikaðir í Berufirði og hefur vegakaflinn ratað í fréttir með reglulegu millibili vegna afar slæms ástands. Til stóð að leggja fjármagn til þess að malbika vegakaflann en framkvæmdirnar urðu fórnarlamb um 10 milljarða króna á nýsamþykktri samgönguáætlun. Þetta sættu sveitungar sig ekki við og lokuðu veginum um Berufjörð í tvígang enda orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda. Berglind Häsler, íbúi á svæðinu og einn skipuleggjandi aðgerðanna, segir í samtali við Vísi að sveitungar séu ánægðir eftir að tilkynnt var í dag um að ríkisstjórnin myndi verja 1.200 milljóna króna viðbótarfé til vegagerðar á þessu ári, þar af fara um 300 milljónir í veginn um Berufjörð.Frá mótmælum á brúnni í Berufjarðarbotni. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps fundaði á brúnni.djúpivogur„Við erum alsæl og algjörlega í skýjunum,“ segir Berglind og telur það liggja ljóst fyrir að þær aðgerðir sem sveitungar fóru í með því að loka þjóðvegi 1 hafi skilað sínu. „Mér finnst frábært að þau skyldu hafa hlustað á þessi miklu mótmæli sem voru um allt og land og brugðist við því, það sýnir mannir að lýðræðið virkar,“ segir Berglind. Sveitungar í Berufirði voru þó ekki þeir einu sem mótmæltu heldur var hringveginum um Hornafjarðarfljót einnig lokað auk þess sem þúsundir skrifuðu undir undirskriftasöfnun „Ákall til Íslendinga” þar sem þess var krafist að staðið verði við fyrirheit um endurbætur Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Ljóst er að þessi mótmæli hafa skilað sínu enda fara um 400 milljónir af þeim 1.200 í framkvæmdir á þessum vegaköflum. Berglind segir að þó að menn séu glaðir með að fjármagn sé komið til þess að klára hringveginn í Berufirði, fagni heimamenn þó ekki fyrr en að framkvæmdir hefjist í raun og veru. „Heimamenn í kring eru margir svo varkárir að þeir þora ekki að fagna fyrr en að vinnuvélarnar eru mættar,“ segir Berglind sem er farinn að telja niður dagana þangað til hún getur keyrt um Berufjörð á malbiki. „Þetta er geggjað og dagurinn sem ég keyri þennan fjörð á malbiki, Jesús hvað það verður gaman.“
Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58
Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27