Óttast að aðrir taki upp vinnubrögð Primera Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Þessi vél Primera Air fór út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli. Flugfreyjufélag Íslands vonar að önnur flugfélög taki ekki upp sams konar vinnubrögð og Primera Air Nordic þegar kemur að kjaramálum starfsmanna. Félagið samþykkti í gær verkfall hjá Primera Air frá 15. september næstkomandi. „Maður vonar að sjálfsögðu ekki en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er náttúrulega fyrirbyggjandi aðgerð til að standa vörð um réttindi flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Flugfreyjufélagsins, aðspurð um hvort hún óttist að önnur flugfélög taki upp vinnubrögð Primera Air. Framboðslisti Berglindar fékk um 80 prósent atkvæða í kosningum í upphafi mánaðar.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍPrimera Air flýgur til og frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Flýgur það fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og eru flugfreyjur og flugþjónar þess flest frá Lettlandi. Starfsmennirnir eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og eru laun þeirra langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér. Kemst flugfélagið upp með það þar sem áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og eru meðlimir áhafnar verktakar. „Raunveruleikinn er sá að þetta vandamál er komið til Íslands. Við reynum að senda skýr skilaboð og koma með öllum mögulegum hætti í veg fyrir þetta,“ segir Berglind. Hún segir það hafa verið skýra kröfu af hálfu Flugfreyjufélagsins í tvö ár að gerður verði kjarasamningur á milli Primera Air og starfsmanna flugfélagsins. Ekki hafi verið orðið við þeim kröfum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands vonar að önnur flugfélög taki ekki upp sams konar vinnubrögð og Primera Air Nordic þegar kemur að kjaramálum starfsmanna. Félagið samþykkti í gær verkfall hjá Primera Air frá 15. september næstkomandi. „Maður vonar að sjálfsögðu ekki en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er náttúrulega fyrirbyggjandi aðgerð til að standa vörð um réttindi flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Flugfreyjufélagsins, aðspurð um hvort hún óttist að önnur flugfélög taki upp vinnubrögð Primera Air. Framboðslisti Berglindar fékk um 80 prósent atkvæða í kosningum í upphafi mánaðar.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍPrimera Air flýgur til og frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Flýgur það fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og eru flugfreyjur og flugþjónar þess flest frá Lettlandi. Starfsmennirnir eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og eru laun þeirra langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér. Kemst flugfélagið upp með það þar sem áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og eru meðlimir áhafnar verktakar. „Raunveruleikinn er sá að þetta vandamál er komið til Íslands. Við reynum að senda skýr skilaboð og koma með öllum mögulegum hætti í veg fyrir þetta,“ segir Berglind. Hún segir það hafa verið skýra kröfu af hálfu Flugfreyjufélagsins í tvö ár að gerður verði kjarasamningur á milli Primera Air og starfsmanna flugfélagsins. Ekki hafi verið orðið við þeim kröfum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira