ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júní 2017 06:00 Áslaug Magnúsdóttir, lögfræðingur og fjárfestir. Mynd/Robert Caplin Hreyfingin ONE, sem samkvæmt lýsingu á lokaðri heimasíðu hennar vill byggja upp sjálfbært samfélag sem nýtir sér nýjustu tækni í búskap og sýndarveruleika, stefna að uppbyggingu hótels og frumkvöðlasamfélags í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Lögfræðingurinn og fjárfestirinn Áslaug Magnúsdóttir er meðal aðstandenda hreyfingarinnar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Áslaug er best þekkt sem stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Moda Operandi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur bandarískur fjárfestir einnig aðkomu að verkefninu.Samfélagið yrði í Lóni á Suðausturlandi.vísir/vilhelmÁslaug vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Páll Róbert Matthíasson, forseti bæjarstjórnar og formaður skipulagsnefndar Hornafjarðar, staðfesti að hún hefði keypt land í Lóninu. Áformin hafi þegar komið óformlega á borð sveitarfélagsins. „Það er ekki búið að taka neinar sérstakar ákvarðanir. Það er bara verið að skoða þetta. Þessi kona var að kaupa jörð þarna upp frá en það er ekki komið neitt formlegt frá þeim ennþá. Þetta eru einhverjar hugmyndir sem hún hefur en annað er ekkert staðfest,“ segir Páll Róbert. Sett hefur verið upp læst heimasíða um verkefnið, eins og áður segir. Þar segir að ONE sé hreyfing á Íslandi sem muni koma upp svokölluðu „ONE living samfélagi“ með íbúðum, sameiginlegum rýmum, viðskiptahraðli og hóteli. Á síðunni kemur fram að framtíðarsamfélagið verði byggt upp á Suðausturlandi. Þar verði nýjasta tækni nýtt, bæði sýndarveruleiki og tækni til landbúnaðar. ONE muni bjóða samfélag fyrir þá sem leita að vellíðan, sjálfsbetrun og skilningi á öllum sviðum lífsins. ONE verði miðstöð sköpunar og nýsköpunar og muni bjóða upp á eins árs viðskiptahraðal fyrir efnileg nýsköpunarfyrirtæki. Fyrirtækin muni njóta frábærrar aðstöðu á svæðinu og geti átt í samskiptum við ráðgjafa, fyrirlesara og aðra sérfræðinga úr samfélagi ONE. Fram kemur á síðunni að skrifstofur hreyfingarinnar séu meðal annars á Háteigsvegi í Reykjavík, í New York og Miami. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Hreyfingin ONE, sem samkvæmt lýsingu á lokaðri heimasíðu hennar vill byggja upp sjálfbært samfélag sem nýtir sér nýjustu tækni í búskap og sýndarveruleika, stefna að uppbyggingu hótels og frumkvöðlasamfélags í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Lögfræðingurinn og fjárfestirinn Áslaug Magnúsdóttir er meðal aðstandenda hreyfingarinnar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Áslaug er best þekkt sem stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Moda Operandi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur bandarískur fjárfestir einnig aðkomu að verkefninu.Samfélagið yrði í Lóni á Suðausturlandi.vísir/vilhelmÁslaug vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Páll Róbert Matthíasson, forseti bæjarstjórnar og formaður skipulagsnefndar Hornafjarðar, staðfesti að hún hefði keypt land í Lóninu. Áformin hafi þegar komið óformlega á borð sveitarfélagsins. „Það er ekki búið að taka neinar sérstakar ákvarðanir. Það er bara verið að skoða þetta. Þessi kona var að kaupa jörð þarna upp frá en það er ekki komið neitt formlegt frá þeim ennþá. Þetta eru einhverjar hugmyndir sem hún hefur en annað er ekkert staðfest,“ segir Páll Róbert. Sett hefur verið upp læst heimasíða um verkefnið, eins og áður segir. Þar segir að ONE sé hreyfing á Íslandi sem muni koma upp svokölluðu „ONE living samfélagi“ með íbúðum, sameiginlegum rýmum, viðskiptahraðli og hóteli. Á síðunni kemur fram að framtíðarsamfélagið verði byggt upp á Suðausturlandi. Þar verði nýjasta tækni nýtt, bæði sýndarveruleiki og tækni til landbúnaðar. ONE muni bjóða samfélag fyrir þá sem leita að vellíðan, sjálfsbetrun og skilningi á öllum sviðum lífsins. ONE verði miðstöð sköpunar og nýsköpunar og muni bjóða upp á eins árs viðskiptahraðal fyrir efnileg nýsköpunarfyrirtæki. Fyrirtækin muni njóta frábærrar aðstöðu á svæðinu og geti átt í samskiptum við ráðgjafa, fyrirlesara og aðra sérfræðinga úr samfélagi ONE. Fram kemur á síðunni að skrifstofur hreyfingarinnar séu meðal annars á Háteigsvegi í Reykjavík, í New York og Miami.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira