ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júní 2017 06:00 Áslaug Magnúsdóttir, lögfræðingur og fjárfestir. Mynd/Robert Caplin Hreyfingin ONE, sem samkvæmt lýsingu á lokaðri heimasíðu hennar vill byggja upp sjálfbært samfélag sem nýtir sér nýjustu tækni í búskap og sýndarveruleika, stefna að uppbyggingu hótels og frumkvöðlasamfélags í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Lögfræðingurinn og fjárfestirinn Áslaug Magnúsdóttir er meðal aðstandenda hreyfingarinnar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Áslaug er best þekkt sem stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Moda Operandi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur bandarískur fjárfestir einnig aðkomu að verkefninu.Samfélagið yrði í Lóni á Suðausturlandi.vísir/vilhelmÁslaug vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Páll Róbert Matthíasson, forseti bæjarstjórnar og formaður skipulagsnefndar Hornafjarðar, staðfesti að hún hefði keypt land í Lóninu. Áformin hafi þegar komið óformlega á borð sveitarfélagsins. „Það er ekki búið að taka neinar sérstakar ákvarðanir. Það er bara verið að skoða þetta. Þessi kona var að kaupa jörð þarna upp frá en það er ekki komið neitt formlegt frá þeim ennþá. Þetta eru einhverjar hugmyndir sem hún hefur en annað er ekkert staðfest,“ segir Páll Róbert. Sett hefur verið upp læst heimasíða um verkefnið, eins og áður segir. Þar segir að ONE sé hreyfing á Íslandi sem muni koma upp svokölluðu „ONE living samfélagi“ með íbúðum, sameiginlegum rýmum, viðskiptahraðli og hóteli. Á síðunni kemur fram að framtíðarsamfélagið verði byggt upp á Suðausturlandi. Þar verði nýjasta tækni nýtt, bæði sýndarveruleiki og tækni til landbúnaðar. ONE muni bjóða samfélag fyrir þá sem leita að vellíðan, sjálfsbetrun og skilningi á öllum sviðum lífsins. ONE verði miðstöð sköpunar og nýsköpunar og muni bjóða upp á eins árs viðskiptahraðal fyrir efnileg nýsköpunarfyrirtæki. Fyrirtækin muni njóta frábærrar aðstöðu á svæðinu og geti átt í samskiptum við ráðgjafa, fyrirlesara og aðra sérfræðinga úr samfélagi ONE. Fram kemur á síðunni að skrifstofur hreyfingarinnar séu meðal annars á Háteigsvegi í Reykjavík, í New York og Miami. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hreyfingin ONE, sem samkvæmt lýsingu á lokaðri heimasíðu hennar vill byggja upp sjálfbært samfélag sem nýtir sér nýjustu tækni í búskap og sýndarveruleika, stefna að uppbyggingu hótels og frumkvöðlasamfélags í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Lögfræðingurinn og fjárfestirinn Áslaug Magnúsdóttir er meðal aðstandenda hreyfingarinnar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Áslaug er best þekkt sem stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Moda Operandi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur bandarískur fjárfestir einnig aðkomu að verkefninu.Samfélagið yrði í Lóni á Suðausturlandi.vísir/vilhelmÁslaug vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Páll Róbert Matthíasson, forseti bæjarstjórnar og formaður skipulagsnefndar Hornafjarðar, staðfesti að hún hefði keypt land í Lóninu. Áformin hafi þegar komið óformlega á borð sveitarfélagsins. „Það er ekki búið að taka neinar sérstakar ákvarðanir. Það er bara verið að skoða þetta. Þessi kona var að kaupa jörð þarna upp frá en það er ekki komið neitt formlegt frá þeim ennþá. Þetta eru einhverjar hugmyndir sem hún hefur en annað er ekkert staðfest,“ segir Páll Róbert. Sett hefur verið upp læst heimasíða um verkefnið, eins og áður segir. Þar segir að ONE sé hreyfing á Íslandi sem muni koma upp svokölluðu „ONE living samfélagi“ með íbúðum, sameiginlegum rýmum, viðskiptahraðli og hóteli. Á síðunni kemur fram að framtíðarsamfélagið verði byggt upp á Suðausturlandi. Þar verði nýjasta tækni nýtt, bæði sýndarveruleiki og tækni til landbúnaðar. ONE muni bjóða samfélag fyrir þá sem leita að vellíðan, sjálfsbetrun og skilningi á öllum sviðum lífsins. ONE verði miðstöð sköpunar og nýsköpunar og muni bjóða upp á eins árs viðskiptahraðal fyrir efnileg nýsköpunarfyrirtæki. Fyrirtækin muni njóta frábærrar aðstöðu á svæðinu og geti átt í samskiptum við ráðgjafa, fyrirlesara og aðra sérfræðinga úr samfélagi ONE. Fram kemur á síðunni að skrifstofur hreyfingarinnar séu meðal annars á Háteigsvegi í Reykjavík, í New York og Miami.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira