Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júní 2017 18:45 Sjúkraþyrslur kynntar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45