Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 08:26 Kjarasamningur flugliða WOW air hefur verið laus síðan í september í fyrra. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá undirbúningsnefnd nýja stéttarfélagsins sem fengið hefur nafnið Samband íslenskra flugliða. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur flugliða WOW air hafi verið laus síðan í september í fyrra. „Formlegar samningaviðræður hafa staðið yfir frá því snemma á þessu ári og voru kröfur sem komu frá flugliðum WOW air hafðar að leiðarljósi í samningaviðræðum við flugfélagið. Samninganefnd FFÍ er skipuð flugliðum WOW air sem starfa í umboði Flugfreyjufélags Íslands. Niðurstaðan er kjarasamningur sem náðst hefur við flugfélagið. Næsta eðlilega skref er að leggja samninginn í kosningu félagsmanna FFÍ sem starfa fyrir WOW air. Sú staða er nú komin upp að formaður FFÍ telur sig ekki geta skrifað undir samninginn fyrir hönd félagsins og sett hann í framhaldinu í kosningu hjá starfsmönnum WOW air. Þetta þýðir það að flugliðar WOW air geta ekki tekið afstöðu til samningsins og kosið um hann. Þann 27. október síðastliðinn hélt samninganefndin stöðufund með flugliðum WOW air þar sem þeir voru upplýstir um gerð samningsins og stöðu mála gagnvart FFÍ. Í fundinum kom mjög skýrt fram hjá þeim tæplega 100 manns sem mættu á fundinn að þeir hefðu áhuga á að kjósa um samninginn,“ segir í tilkynningunni. Erla Pálsdóttir sem situr í undirbúningsnefnd hins nýja stéttarfélags segir að flugliðar WOW air hafi lága rödd innan Flugfreyjusambands Íslands. Hávær krafa sé uppi á meðal flugliða fyrirtækisins um að fá að kjósa um nýja kjarasamninginn. „Flugliðum WOW air hefur fjölgað gríðarlega eftir inngöngu í FFÍ árið 2012 og er það ljóst að okkur mun fjölga mikið á næstu ár. Þegar metin er sú staða sem upp er komin innan FFÍ, hversu lága rödd við höfum innan þess og sú háværa krafa sem upp kom á stöðufundinum um að fá að kjósa um þennan samning þá sjáum við ekki að okkar hagsmunum sé best gætt innan FFÍ og höfum því ákveðið að stofna nýtt félag fyrir flugliða“ segir Erla. Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá undirbúningsnefnd nýja stéttarfélagsins sem fengið hefur nafnið Samband íslenskra flugliða. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur flugliða WOW air hafi verið laus síðan í september í fyrra. „Formlegar samningaviðræður hafa staðið yfir frá því snemma á þessu ári og voru kröfur sem komu frá flugliðum WOW air hafðar að leiðarljósi í samningaviðræðum við flugfélagið. Samninganefnd FFÍ er skipuð flugliðum WOW air sem starfa í umboði Flugfreyjufélags Íslands. Niðurstaðan er kjarasamningur sem náðst hefur við flugfélagið. Næsta eðlilega skref er að leggja samninginn í kosningu félagsmanna FFÍ sem starfa fyrir WOW air. Sú staða er nú komin upp að formaður FFÍ telur sig ekki geta skrifað undir samninginn fyrir hönd félagsins og sett hann í framhaldinu í kosningu hjá starfsmönnum WOW air. Þetta þýðir það að flugliðar WOW air geta ekki tekið afstöðu til samningsins og kosið um hann. Þann 27. október síðastliðinn hélt samninganefndin stöðufund með flugliðum WOW air þar sem þeir voru upplýstir um gerð samningsins og stöðu mála gagnvart FFÍ. Í fundinum kom mjög skýrt fram hjá þeim tæplega 100 manns sem mættu á fundinn að þeir hefðu áhuga á að kjósa um samninginn,“ segir í tilkynningunni. Erla Pálsdóttir sem situr í undirbúningsnefnd hins nýja stéttarfélags segir að flugliðar WOW air hafi lága rödd innan Flugfreyjusambands Íslands. Hávær krafa sé uppi á meðal flugliða fyrirtækisins um að fá að kjósa um nýja kjarasamninginn. „Flugliðum WOW air hefur fjölgað gríðarlega eftir inngöngu í FFÍ árið 2012 og er það ljóst að okkur mun fjölga mikið á næstu ár. Þegar metin er sú staða sem upp er komin innan FFÍ, hversu lága rödd við höfum innan þess og sú háværa krafa sem upp kom á stöðufundinum um að fá að kjósa um þennan samning þá sjáum við ekki að okkar hagsmunum sé best gætt innan FFÍ og höfum því ákveðið að stofna nýtt félag fyrir flugliða“ segir Erla.
Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira