Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Slysið átti sér stað við Jökulsárlón í ágúst 2015. Skipstjórinn var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fréttablaðið/Pjetur Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58
Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39