Kjarasamningum VR líklega sagt upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka." Kjaramál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka."
Kjaramál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira