Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. október 2017 06:00 Framkvæmdir við sjúkrahótelið við Hringbraut hafa dregist verulega eins og ákvörðunin um hvert rekstrarform þess verður. fréttablaðið/Ernir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/EyþórEndanleg ákvörðun um hvort Landspítalinn reki hótelið, það verði boðið út til einkaaðila eða rekstrarformið verði blanda af hvoru tveggja, hefur legið á borði heilbrigðisráðherra um nokkra hríð. Fyrst hjá Kristjáni Þór Júlíussyni og nú Óttari Proppé. Þótt aðeins vika sé í kosningar og starfsstjórn í landinu segir Sigrún Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að ákvörðunartakan verði ekki látin ganga til næsta ráðherra. Vinna við málið sé á lokametrunum. „Gert er ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir á næstu dögum,“ segir Sigrún. Hinn 16. desember 2015 skipaði Kristján Þór starfshóp sem falið var að skoða mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins. Starfshópurinn skilaði af sér í júlí í fyrra þar sem þrjár leiðir komu helst til greina en skiptar skoðanir voru innan starfshópsins þar sem skilað var nokkrum sérálitum. Kristján Þór eftirlét eftirmanni sínum að taka ákvörðunina og hefur málið verið í vinnslu innan velferðarráðuneytisins síðan. Upphaflega átti framkvæmdum að ljúka í júní síðastliðnum. Það stóðst ekki og tilkynnt var að verklok hefðu dregist fram á haust. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að samkvæmt nýrri verkáætlun verktakans sé gert ráð fyrir lokaskilum 15. desember. Standist það mun afhending hins nýja fjögur þúsund fermetra sjúkrahótels hafa dregist um nærri hálft ár. En þessi dráttur þýðir einnig að ekki hefur legið eins mikið á að ákveða rekstrarformið, sem ljóst er að kann að vera umdeild ákvörðun, hvernig sem fer. Óttarr Proppé hyggst hins vegar taka þá ákvörðun fyrir næstu ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/EyþórEndanleg ákvörðun um hvort Landspítalinn reki hótelið, það verði boðið út til einkaaðila eða rekstrarformið verði blanda af hvoru tveggja, hefur legið á borði heilbrigðisráðherra um nokkra hríð. Fyrst hjá Kristjáni Þór Júlíussyni og nú Óttari Proppé. Þótt aðeins vika sé í kosningar og starfsstjórn í landinu segir Sigrún Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að ákvörðunartakan verði ekki látin ganga til næsta ráðherra. Vinna við málið sé á lokametrunum. „Gert er ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir á næstu dögum,“ segir Sigrún. Hinn 16. desember 2015 skipaði Kristján Þór starfshóp sem falið var að skoða mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins. Starfshópurinn skilaði af sér í júlí í fyrra þar sem þrjár leiðir komu helst til greina en skiptar skoðanir voru innan starfshópsins þar sem skilað var nokkrum sérálitum. Kristján Þór eftirlét eftirmanni sínum að taka ákvörðunina og hefur málið verið í vinnslu innan velferðarráðuneytisins síðan. Upphaflega átti framkvæmdum að ljúka í júní síðastliðnum. Það stóðst ekki og tilkynnt var að verklok hefðu dregist fram á haust. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að samkvæmt nýrri verkáætlun verktakans sé gert ráð fyrir lokaskilum 15. desember. Standist það mun afhending hins nýja fjögur þúsund fermetra sjúkrahótels hafa dregist um nærri hálft ár. En þessi dráttur þýðir einnig að ekki hefur legið eins mikið á að ákveða rekstrarformið, sem ljóst er að kann að vera umdeild ákvörðun, hvernig sem fer. Óttarr Proppé hyggst hins vegar taka þá ákvörðun fyrir næstu ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent