„Núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 12:19 Frá undirritun stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en miðað við nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis nýtur hún mikils stuðnings á meðal þjóðarinnar. vísir/eyþór Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“ Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“
Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00