„Núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 12:19 Frá undirritun stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en miðað við nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis nýtur hún mikils stuðnings á meðal þjóðarinnar. vísir/eyþór Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“ Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“
Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00