Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. desember 2017 02:00 Þó svo að Katrín Jakobsdóttir sé undrandi og glöð segir hún mikilvægt að ríkisstjórnin standi undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. vísir/stefán Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira