Aqua-Lene leikur nýja eiginkonu Caspers í Klovn Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 14:35 Reiknað er með að sjöunda þáttaröð Klovn verði sýnd á næsta ári. Vísir/Anton Brink Lene Nystrøm, sem gerði garðinn frægan sem söngkona sveitarinnar Aqua, mun fara með hlutverk nýrrar eiginkonu Casper Christensen í næstu þáttaröð um vitleysingana í Klovn. Nystrøm segir í samtali við TV2 að hún muni þar leika ýkta útgáfu af sjálfri sér. Klovn fjallar um líf grínistanna Frank Hvam og Casper Christensen og raunir þeirra en þættirnir nutu mikilla vinsælda í Danmörku, Íslandi og víðar. Tökur standa nú yfir á sjöundu þáttaröðinni en auk fyrri þáttaraðanna sex hafa komið út tvær kvikmyndir um ævintýri þeirra Frank og Casper. Í fyrri þáttum og kvikmyndum hefur Iben Hjejle farið með hlutverk eiginkonu Casper. Þau Hjejle og Christensen voru einnig hjón í raunveruleikanum en skildu árið 2011. Í nýju þáttaröðinni verða Casper og Iben einnig búin að skilja og hann hefur þá tekið saman við og gifst Lene. Nystrøm hefur látið að sér kveða á sviði leiklistar á síðustu árum. Lene og félagar hennar í Aqua áttu hvern stórsmellinn á fætur öðrum á tíunda áratugnum, meðal annars Barbie Girl og Doctor Jones. Reiknað er með að sjöunda þáttaröð Klovn verði sýnd á næsta ári. Tengdar fréttir Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. 1. febrúar 2017 18:17 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Lene Nystrøm, sem gerði garðinn frægan sem söngkona sveitarinnar Aqua, mun fara með hlutverk nýrrar eiginkonu Casper Christensen í næstu þáttaröð um vitleysingana í Klovn. Nystrøm segir í samtali við TV2 að hún muni þar leika ýkta útgáfu af sjálfri sér. Klovn fjallar um líf grínistanna Frank Hvam og Casper Christensen og raunir þeirra en þættirnir nutu mikilla vinsælda í Danmörku, Íslandi og víðar. Tökur standa nú yfir á sjöundu þáttaröðinni en auk fyrri þáttaraðanna sex hafa komið út tvær kvikmyndir um ævintýri þeirra Frank og Casper. Í fyrri þáttum og kvikmyndum hefur Iben Hjejle farið með hlutverk eiginkonu Casper. Þau Hjejle og Christensen voru einnig hjón í raunveruleikanum en skildu árið 2011. Í nýju þáttaröðinni verða Casper og Iben einnig búin að skilja og hann hefur þá tekið saman við og gifst Lene. Nystrøm hefur látið að sér kveða á sviði leiklistar á síðustu árum. Lene og félagar hennar í Aqua áttu hvern stórsmellinn á fætur öðrum á tíunda áratugnum, meðal annars Barbie Girl og Doctor Jones. Reiknað er með að sjöunda þáttaröð Klovn verði sýnd á næsta ári.
Tengdar fréttir Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. 1. febrúar 2017 18:17 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. 1. febrúar 2017 18:17