Prófessor er vanhæfur mannanafnadómari Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði. Vísir/Valli Prófessor í íslensku hefur verið rutt úr dómi þar sem hann hafði verið kvaddur til sem sérfróður meðdómandi. Dómsmálið snýst um kröfu foreldra stúlkubarns um að barnið fái að bera það nafn sem þau gáfu henni. Mannanafnanefnd hafði hafnað beiðni þeirra. „Mér finnst þetta mál allt nokkuð skondið. Það var haft samband við mig í vor um að taka sæti í málinu núna. Ég hef áður verið meðdómandi í svona máli en að vísu skrifað þó nokkuð um þetta eftir það,“ segir Eiríkur, sem hefur starfað við íslenskukennslu í Háskóla Íslands frá ársbyrjun 1981. Vísar Eiríkur þar meðal annars til dóms sem kveðinn var upp í desember 2013. Þar komst hann, ásamt héraðsdómaranum Ingiríði Lúðvíksdóttur og málfræðingnum Hönnu Óladóttur, að þeirri niðurstöðu að drengur mætti bera eiginnafnið Reykdal.Hæstiréttur sneri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIvísir/valliSíðan Eiríkur sat í þeim dómi hafa verið lögð fram drög að frumvarpi um breytingar á mannanafnalögum. Var það gert fyrir sléttu ári. Með þeim lögum var stefnt að því að fella úr lögum þær takmarkanir sem nú eru á mannanöfnum á borð við fjölda nafna sem má bera, vernd ættarnafna og takmarkanir á heimild til að bera erlend nöfn. „Það var óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin. Ég sendi inn ítarlega athugasemd sem síðar var birt nánast óbreytt á vefriti Hugvísindasviðs,“ segir Eiríkur. Ríkislögmaður segir að vegna þessa sé hægt að draga hæfi prófessorsins í efa og ætti hann því að víkja sæti. Héraðsdómari hafnaði því enda hefði umfjöllun Eiríks verið almenn umfjöllun málfræðings sem varðaði ekki málið sem nú liggur fyrir dómi. Hæstiréttur komst að öndverðri niðurstöðu þar sem Eiríkur tekur í athugasemdum afstöðu til vinnureglna þeirra sem mannanafnanefnd hefur sett sér. Þá segir í niðurstöðukafla athugasemda hans að „frumvarpsdrögin [séu] veruleg réttarbót [sem afnemi] þá mismunum sem felst í gildandi lögum“. „Mér er enginn sérstakur akkur að vera meðdómandi. Dómarinn vildi fá úr þessu skorið þegar ég bauðst í upphafi til þess að víkja sæti,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort honum þyki vegið að heiðri sínum með vanhæfninni hlær hann og segir málið algerlega meinlaust. „Það verður ekkert sérstakt mál að finna meðdómanda sem hefur ekki tjáð sig um lögin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Prófessor í íslensku hefur verið rutt úr dómi þar sem hann hafði verið kvaddur til sem sérfróður meðdómandi. Dómsmálið snýst um kröfu foreldra stúlkubarns um að barnið fái að bera það nafn sem þau gáfu henni. Mannanafnanefnd hafði hafnað beiðni þeirra. „Mér finnst þetta mál allt nokkuð skondið. Það var haft samband við mig í vor um að taka sæti í málinu núna. Ég hef áður verið meðdómandi í svona máli en að vísu skrifað þó nokkuð um þetta eftir það,“ segir Eiríkur, sem hefur starfað við íslenskukennslu í Háskóla Íslands frá ársbyrjun 1981. Vísar Eiríkur þar meðal annars til dóms sem kveðinn var upp í desember 2013. Þar komst hann, ásamt héraðsdómaranum Ingiríði Lúðvíksdóttur og málfræðingnum Hönnu Óladóttur, að þeirri niðurstöðu að drengur mætti bera eiginnafnið Reykdal.Hæstiréttur sneri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIvísir/valliSíðan Eiríkur sat í þeim dómi hafa verið lögð fram drög að frumvarpi um breytingar á mannanafnalögum. Var það gert fyrir sléttu ári. Með þeim lögum var stefnt að því að fella úr lögum þær takmarkanir sem nú eru á mannanöfnum á borð við fjölda nafna sem má bera, vernd ættarnafna og takmarkanir á heimild til að bera erlend nöfn. „Það var óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin. Ég sendi inn ítarlega athugasemd sem síðar var birt nánast óbreytt á vefriti Hugvísindasviðs,“ segir Eiríkur. Ríkislögmaður segir að vegna þessa sé hægt að draga hæfi prófessorsins í efa og ætti hann því að víkja sæti. Héraðsdómari hafnaði því enda hefði umfjöllun Eiríks verið almenn umfjöllun málfræðings sem varðaði ekki málið sem nú liggur fyrir dómi. Hæstiréttur komst að öndverðri niðurstöðu þar sem Eiríkur tekur í athugasemdum afstöðu til vinnureglna þeirra sem mannanafnanefnd hefur sett sér. Þá segir í niðurstöðukafla athugasemda hans að „frumvarpsdrögin [séu] veruleg réttarbót [sem afnemi] þá mismunum sem felst í gildandi lögum“. „Mér er enginn sérstakur akkur að vera meðdómandi. Dómarinn vildi fá úr þessu skorið þegar ég bauðst í upphafi til þess að víkja sæti,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort honum þyki vegið að heiðri sínum með vanhæfninni hlær hann og segir málið algerlega meinlaust. „Það verður ekkert sérstakt mál að finna meðdómanda sem hefur ekki tjáð sig um lögin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira