Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt 1. júní 2017 08:00 Tímamót, segir forsætisráðherra. vísir/ernir Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær. Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær.
Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira