Bankagjöfin álíka stór og Leiðréttingin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. október 2017 06:00 Sigmundur Davíð hefur miklar hugmyndir um endurskipulagningu fjármálakerfisins. vísir/ernir Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur. Sigmundur Davíð segir að það sé nokkuð nærri lagi miðað við umsagnir sem hann óskaði eftir. Eitt umtalaðasta stóra stefnumál stjórnmálaflokka fyrir þingkosningarnar nú er áhersla Miðflokksins á að ríkið nýti forkaupsrétt á Arion banka, afhendi landsmönnum þriðjungshlut í bankanum, selji þriðjung í opnu útboði og haldi eftir þriðjungi þar til markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum. En hvað gæti hver fengið í sinn hlut ef af verður? Bókfært eigið fé Arion banka gefur hugmynd um það. Það var 222 milljarðar um mitt þetta ár. Miðað við það gæti þriðjungshlutur í Arion banka verið metinn á um 73 milljarða króna. Ef hins vegar er miðað við sölugengið 0,81 líkt og tilfellið var við sölu á 29 prósenta hlut í bankanum til vogunarsjóða og Goldman Sachs í mars síðastliðnum þá gæti þriðjungshluturinn verið metinn á um 60 milljarða. Íslendingar voru samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar 343.960 á öðrum ársfjórðungi 2017 en í stefnuskrá Miðflokksins er miðað við að hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignist eitt hlutabréf í bankanum. Íslendingar verða því vafalaust orðnir fleiri þá. Miðað við mannfjöldann nú væri hlutur hvers mannsbarns á Íslandi 174 þúsund króna virði miðað við 60 milljarða verðmat á þriðjungshlutnum. Ef miðað er við að þriðjungshluturinn sé 73 milljarða króna virði er hver hlutur ríflega 212 þúsund króna virði. „Ég spurði nokkra álits sem voru á svipuðum slóðum, á milli 150-200 þúsund krónur, þegar búið væri að minnka bankann sem er hluti af þessum aðgerðum,“ segir Sigmundur Davíð um eigin áætlanir á virði hlutar hvers og eins. Gert er ráð fyrir að almenningi yrði ekki heimilt að selja bréf sín fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár, en af hverju að gefa almenningi hlut í banka? „Þetta eru peningar sem verða í eigu almennings, þegar bankinn er kominn. Í tilvikum barna og ungs fólks gæti það ávaxtað þessi hlutabréf og notað sem útborgun í íbúð eða eitthvað slíkt síðar. En aðallega er þetta til þess að koma bankanum í dreift eignarhald með aðferð sem er sanngjörn.“ Til samanburðar þá fóru 72 milljarðar í lækkun höfuðstóls verðtryggðra skulda í Leiðréttingunni, sem var eitt af stóru loforðum Sigmundar Davíðs sem formanns Framsóknar fyrir kosningar 2013. Ljóst er að hugmyndir Sigmundar nú um að útdeila verðmætum í formi hlutabréfa í banka eru af svipaðri stærðargráðu. Sigmundur viðurkennir að hafa ekki hugsað út í það samhengi enda tilgangurinn annar nú. „En í báðum tilvikum snýst þetta um að láta fólk hafa það sem það á nú þegar með réttu að okkar mati.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur. Sigmundur Davíð segir að það sé nokkuð nærri lagi miðað við umsagnir sem hann óskaði eftir. Eitt umtalaðasta stóra stefnumál stjórnmálaflokka fyrir þingkosningarnar nú er áhersla Miðflokksins á að ríkið nýti forkaupsrétt á Arion banka, afhendi landsmönnum þriðjungshlut í bankanum, selji þriðjung í opnu útboði og haldi eftir þriðjungi þar til markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum. En hvað gæti hver fengið í sinn hlut ef af verður? Bókfært eigið fé Arion banka gefur hugmynd um það. Það var 222 milljarðar um mitt þetta ár. Miðað við það gæti þriðjungshlutur í Arion banka verið metinn á um 73 milljarða króna. Ef hins vegar er miðað við sölugengið 0,81 líkt og tilfellið var við sölu á 29 prósenta hlut í bankanum til vogunarsjóða og Goldman Sachs í mars síðastliðnum þá gæti þriðjungshluturinn verið metinn á um 60 milljarða. Íslendingar voru samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar 343.960 á öðrum ársfjórðungi 2017 en í stefnuskrá Miðflokksins er miðað við að hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignist eitt hlutabréf í bankanum. Íslendingar verða því vafalaust orðnir fleiri þá. Miðað við mannfjöldann nú væri hlutur hvers mannsbarns á Íslandi 174 þúsund króna virði miðað við 60 milljarða verðmat á þriðjungshlutnum. Ef miðað er við að þriðjungshluturinn sé 73 milljarða króna virði er hver hlutur ríflega 212 þúsund króna virði. „Ég spurði nokkra álits sem voru á svipuðum slóðum, á milli 150-200 þúsund krónur, þegar búið væri að minnka bankann sem er hluti af þessum aðgerðum,“ segir Sigmundur Davíð um eigin áætlanir á virði hlutar hvers og eins. Gert er ráð fyrir að almenningi yrði ekki heimilt að selja bréf sín fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár, en af hverju að gefa almenningi hlut í banka? „Þetta eru peningar sem verða í eigu almennings, þegar bankinn er kominn. Í tilvikum barna og ungs fólks gæti það ávaxtað þessi hlutabréf og notað sem útborgun í íbúð eða eitthvað slíkt síðar. En aðallega er þetta til þess að koma bankanum í dreift eignarhald með aðferð sem er sanngjörn.“ Til samanburðar þá fóru 72 milljarðar í lækkun höfuðstóls verðtryggðra skulda í Leiðréttingunni, sem var eitt af stóru loforðum Sigmundar Davíðs sem formanns Framsóknar fyrir kosningar 2013. Ljóst er að hugmyndir Sigmundar nú um að útdeila verðmætum í formi hlutabréfa í banka eru af svipaðri stærðargráðu. Sigmundur viðurkennir að hafa ekki hugsað út í það samhengi enda tilgangurinn annar nú. „En í báðum tilvikum snýst þetta um að láta fólk hafa það sem það á nú þegar með réttu að okkar mati.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels