Útgerðarfyrirtækin dældu peningum í stjórnmálaflokkana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. október 2017 06:00 Flokkarnir sem þessi hópur fólks leiddi í þingkosningunum í fyrra skiluðu misjöfnu uppgjöri eftir hið pólitíska umrót á árinu. vísir/vilhelm Sjávarútvegsfyrirtæki eru stærstu styrkveitendur stjórnmálaflokkanna í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra fyrir 2016. Sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokkunum 400 þúsund króna hámarksframlag styrktu fimm af sjö flokkum á þingi um alls 13,6 milljónir; ríflega 40 prósent af heildarhámarksframlögum flokkanna fimm. Brim hf., HB Grandi og Samskip voru einu fyrirtækin sem styrktu alla þessa flokka með hámarksframlögum. Björt framtíð þáði engin framlög frá fyrirtækjum og engin útgerðarfélög styrktu Pírata sem þáðu engin framlög frá fyrirtækjum yfir 200 þúsund krónur. Þá styrktu 26 fyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn um hámarksfjárhæð, alls 10,4 milljónir. Þar af voru 12 sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokknum 4,8 milljónir. Alls fékk flokkurinn 19,1 milljón frá lögaðilum og rúma 41 milljón frá einstaklingum í fyrra. Tuttugu fyrirtæki styrktu Framsókn með hámarksframlögum, alls 8 milljónir en þar af voru 11 útgerðarfélög með alls 4,4 milljónir. Alls fékk flokkurinn 13,7 milljónir frá lögaðilum og 11 milljónir frá einstaklingum. VG þáðu átta hámarksframlög frá fyrirtækjum, alls 3,2 milljónir. Þar af helmingur frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Alls fékk flokkurinn 6,7 milljónir frá lögaðilum og 12 milljónir frá einstaklingum. Tíu fyrirtæki styrktu Samfylkingu um 400 þúsund krónur, alls fjórar milljónir, þar af fjögur útgerðarfélög um alls 1,6 milljónir. Flokkurinn fékk 7,4 milljónir frá lögaðilum en 13 milljónir frá einstaklingum. Viðreisn, sem birti ársreikning sinn fyrr í haust, þáði hámarksframlög frá þremur útgerðarfyrirtækjum, alls 1,2 milljónir. Alls styrktu tuttugu fyrirtæki flokkinn með hámarksframlagi á stofnárinu. Framlög frá lögaðilum námu 16,4 milljónum en einstaklingum tíu milljónum. Framsókn skilaði 26 milljóna króna hagnaði í fyrra, en Sjálfstæðisflokkur skilaði 6 milljóna hagnaði. Píratar skiluðu 7 milljóna hagnaði. VG skilaði 19,5 milljóna króna tapi samanborið við 22,8 milljóna króna hagnað árið 2015. Björt framtíð skilaði rúmlega 10 milljóna króna tapi líkt og Viðreisn. Tap Samfylkingar var tæplega 34 milljónir króna í fyrra en árið 2015 hafði hagnaður verið 21 milljón. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sjávarútvegur Stj.mál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki eru stærstu styrkveitendur stjórnmálaflokkanna í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra fyrir 2016. Sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokkunum 400 þúsund króna hámarksframlag styrktu fimm af sjö flokkum á þingi um alls 13,6 milljónir; ríflega 40 prósent af heildarhámarksframlögum flokkanna fimm. Brim hf., HB Grandi og Samskip voru einu fyrirtækin sem styrktu alla þessa flokka með hámarksframlögum. Björt framtíð þáði engin framlög frá fyrirtækjum og engin útgerðarfélög styrktu Pírata sem þáðu engin framlög frá fyrirtækjum yfir 200 þúsund krónur. Þá styrktu 26 fyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn um hámarksfjárhæð, alls 10,4 milljónir. Þar af voru 12 sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokknum 4,8 milljónir. Alls fékk flokkurinn 19,1 milljón frá lögaðilum og rúma 41 milljón frá einstaklingum í fyrra. Tuttugu fyrirtæki styrktu Framsókn með hámarksframlögum, alls 8 milljónir en þar af voru 11 útgerðarfélög með alls 4,4 milljónir. Alls fékk flokkurinn 13,7 milljónir frá lögaðilum og 11 milljónir frá einstaklingum. VG þáðu átta hámarksframlög frá fyrirtækjum, alls 3,2 milljónir. Þar af helmingur frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Alls fékk flokkurinn 6,7 milljónir frá lögaðilum og 12 milljónir frá einstaklingum. Tíu fyrirtæki styrktu Samfylkingu um 400 þúsund krónur, alls fjórar milljónir, þar af fjögur útgerðarfélög um alls 1,6 milljónir. Flokkurinn fékk 7,4 milljónir frá lögaðilum en 13 milljónir frá einstaklingum. Viðreisn, sem birti ársreikning sinn fyrr í haust, þáði hámarksframlög frá þremur útgerðarfyrirtækjum, alls 1,2 milljónir. Alls styrktu tuttugu fyrirtæki flokkinn með hámarksframlagi á stofnárinu. Framlög frá lögaðilum námu 16,4 milljónum en einstaklingum tíu milljónum. Framsókn skilaði 26 milljóna króna hagnaði í fyrra, en Sjálfstæðisflokkur skilaði 6 milljóna hagnaði. Píratar skiluðu 7 milljóna hagnaði. VG skilaði 19,5 milljóna króna tapi samanborið við 22,8 milljóna króna hagnað árið 2015. Björt framtíð skilaði rúmlega 10 milljóna króna tapi líkt og Viðreisn. Tap Samfylkingar var tæplega 34 milljónir króna í fyrra en árið 2015 hafði hagnaður verið 21 milljón.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sjávarútvegur Stj.mál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira