Telja sig ekki hafa vald til að skipta sér af sjálfum á kjörstað Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2017 18:26 Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Aron Can, Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas, Birnir og Páll Óskar. Vísir/Anton Brink Landskjörstjórn telur sig ekki geta skipt sér af sjálfumyndatökum við kjörstaði. Þetta kemur fram í svari landskjörstjórnar við mótmælabréfi Vökunnar við athugasemdum yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þá hvetur Vakan ungt fólk til að taka sjálfsmyndir fyrir utan kjörstaði, sem þó eru ekki skylda til að komast inn á tónleikana. Vakan sendi mótmælabréf til landskjörstjórnar í kjölfar athugasemda frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður. Yfirkjörstjórnin gerði athugasemdir við að ungu fólki yrði boðið á tónleika, kosningavöku Vökunnar í Valsheimilinu næstkomandi laugardag, gegn því að taka af sér sjálfur á kjörstað. Í tilkynningu frá Vökunni segir að landskjörstjórn telji „álitaefni um sjálfumyndatökur sem miða á tónleika ekki falla undir valdmörk sín samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis.“Ekki gert ráð fyrir því að landskjörstjórn fari með yfirstjórn Í svarbréfi landskjörstjórnar segir að viðfangsefni landskjörstjórnar séu afmörkuð og að ekki sé gert ráð fyrir að hún fari með almenna yfirstjórn kosningalaga. „Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eru viðfangsefni landskjörstjórnar afmörkuð við nánar tilgreind atriði er lúta að því að ákveða mörk kjördæmanna í Reykjavík, fjalla um ágreining sem kann að rísa um gildi framboðslista, auglýsa framboðslista og hvaða stjórnmálasamtök bjóði fram lista við alþingiskosningar og að reikna út niðurstöður alþingiskosninga. Lög um kosningar til Alþingis gera ekki ráð fyrir því að landskjörstjórn fari með almenna yfirstjórn laganna eða hafi að öðru leyti það hlutverk að láta í té almenna túlkun á framkvæmd þeirra, þ.m.t. á stjórnsýslu yfirkjörstjórna.“Sjá einnig: Tvískinnungur að það megi aka fólki á kjörstað en ekki taka myndir fyrir tónleika Landskjörstjórn bendir þó á að hlutverk yfirkjörstjórna sé að gæta þess að kosningaáróður fari ekki fram á eða í kringum kjörstað. „Í tilefni af þeim upplýsingum sem fram koma í tölvupósti formanns yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður telur landkjörstjórn engu að síður rétt að benda á að yfirkjörstjórnir hafa m.a. það hlutverk að sjá til þess að á kjörstað og í næsta nágrenni hans fari hvorki fram „óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll“ né önnur starfsemi sem truflar eða hindrar framkvæmd kosninga,“ segir í svarbréfinu. Fyrr í mánuðinum samþykkti borgarráð að veita Vökunni styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir áttu að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Aron Can, Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas, Birnir og Páll Óskar. Frítt er inn á tónleikana sem fara fram í Valsheimilinu á laugardagskvöld. Allar nánar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Vökunnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og gerð skýrari. Tengdar fréttir Tvískinnungur að það megi aka fólki á kjörstað en ekki taka myndir fyrir tónleika Skipuleggjendur Vökunnar segja að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. 24. október 2017 20:13 Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15 Brá nokkuð þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög Aðstandendum Vökunnar 2017 brá nokkuð í morgun þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög með því að biðja ungt fólk um að taka mynd af sér á kjörstað til að komast á tónleika sem haldnir verða í Valsheimilinu á kosninganótt. 20. október 2017 15:35 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Landskjörstjórn telur sig ekki geta skipt sér af sjálfumyndatökum við kjörstaði. Þetta kemur fram í svari landskjörstjórnar við mótmælabréfi Vökunnar við athugasemdum yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þá hvetur Vakan ungt fólk til að taka sjálfsmyndir fyrir utan kjörstaði, sem þó eru ekki skylda til að komast inn á tónleikana. Vakan sendi mótmælabréf til landskjörstjórnar í kjölfar athugasemda frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður. Yfirkjörstjórnin gerði athugasemdir við að ungu fólki yrði boðið á tónleika, kosningavöku Vökunnar í Valsheimilinu næstkomandi laugardag, gegn því að taka af sér sjálfur á kjörstað. Í tilkynningu frá Vökunni segir að landskjörstjórn telji „álitaefni um sjálfumyndatökur sem miða á tónleika ekki falla undir valdmörk sín samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis.“Ekki gert ráð fyrir því að landskjörstjórn fari með yfirstjórn Í svarbréfi landskjörstjórnar segir að viðfangsefni landskjörstjórnar séu afmörkuð og að ekki sé gert ráð fyrir að hún fari með almenna yfirstjórn kosningalaga. „Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eru viðfangsefni landskjörstjórnar afmörkuð við nánar tilgreind atriði er lúta að því að ákveða mörk kjördæmanna í Reykjavík, fjalla um ágreining sem kann að rísa um gildi framboðslista, auglýsa framboðslista og hvaða stjórnmálasamtök bjóði fram lista við alþingiskosningar og að reikna út niðurstöður alþingiskosninga. Lög um kosningar til Alþingis gera ekki ráð fyrir því að landskjörstjórn fari með almenna yfirstjórn laganna eða hafi að öðru leyti það hlutverk að láta í té almenna túlkun á framkvæmd þeirra, þ.m.t. á stjórnsýslu yfirkjörstjórna.“Sjá einnig: Tvískinnungur að það megi aka fólki á kjörstað en ekki taka myndir fyrir tónleika Landskjörstjórn bendir þó á að hlutverk yfirkjörstjórna sé að gæta þess að kosningaáróður fari ekki fram á eða í kringum kjörstað. „Í tilefni af þeim upplýsingum sem fram koma í tölvupósti formanns yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður telur landkjörstjórn engu að síður rétt að benda á að yfirkjörstjórnir hafa m.a. það hlutverk að sjá til þess að á kjörstað og í næsta nágrenni hans fari hvorki fram „óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll“ né önnur starfsemi sem truflar eða hindrar framkvæmd kosninga,“ segir í svarbréfinu. Fyrr í mánuðinum samþykkti borgarráð að veita Vökunni styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir áttu að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Aron Can, Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas, Birnir og Páll Óskar. Frítt er inn á tónleikana sem fara fram í Valsheimilinu á laugardagskvöld. Allar nánar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Vökunnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og gerð skýrari.
Tengdar fréttir Tvískinnungur að það megi aka fólki á kjörstað en ekki taka myndir fyrir tónleika Skipuleggjendur Vökunnar segja að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. 24. október 2017 20:13 Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15 Brá nokkuð þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög Aðstandendum Vökunnar 2017 brá nokkuð í morgun þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög með því að biðja ungt fólk um að taka mynd af sér á kjörstað til að komast á tónleika sem haldnir verða í Valsheimilinu á kosninganótt. 20. október 2017 15:35 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Tvískinnungur að það megi aka fólki á kjörstað en ekki taka myndir fyrir tónleika Skipuleggjendur Vökunnar segja að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. 24. október 2017 20:13
Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15
Brá nokkuð þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög Aðstandendum Vökunnar 2017 brá nokkuð í morgun þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög með því að biðja ungt fólk um að taka mynd af sér á kjörstað til að komast á tónleika sem haldnir verða í Valsheimilinu á kosninganótt. 20. október 2017 15:35