Sjáðu nýjustu stikluna úr Spider-Man: Homecoming Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2017 13:39 Kóngulóarmaðurinn er á leið í kvikmyndahús í sumar í myndinni Spider-Man: Homecoming en í dag frumsýndi Marvel Studios aðra stikluna úr þessari mynd. Það er Tom Holland sem fer með hlutverk Peter Parker, sem sjálfur bregður sér í gervi Spider-Man, en Holland er þriðji leikarinn á fimmtán árum til að leika þessa ofurhetju. Áður höfðu Tobey Maguire og Andrew Garfield leikið þessa frægu hetju. Spider-Man er hugarfóstur Stan Lee og Steve Ditko og einn vinsælasti karakter Marvel-útgáfufyrirtækisins. Marvel hafði þó ekki réttindi til að hafa Spider-Man í kvikmyndum sínum og gat því ekki gert hann að hluta að Avengers-kvikmyndabálkinum sem nýtur gífurlegra vinsælda. Eftir afar slappt gengi The Amazing Spider-Man-myndanna ákvað Sony að gefa eftir Spider-Man til Marvel sem stökk til og skellti honum í Captain America: Civil War og verður því kóngulóarmaðurinn hluti af Marvel-kvikmyndaheiminum hér eftir. Í Spider-Man: Homecoming nýtur Peter Parker aðstoðar Tony Stark, leikinn af Robert Downey Jr., í baráttunni við illmennið The Vulture. Sá heitir í raun Adrian Toomes og er leikinn af Michael Keaton. Í myndinni hefur Toomes haft það að atvinnu að hreinsa upp eyðilegginguna sem barátta The Avengers við illmenni hefur skilið eftir sig og fær sig fullsaddan af því. Stikluna má sjá hér fyrir neðan: Bíó og sjónvarp Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kóngulóarmaðurinn er á leið í kvikmyndahús í sumar í myndinni Spider-Man: Homecoming en í dag frumsýndi Marvel Studios aðra stikluna úr þessari mynd. Það er Tom Holland sem fer með hlutverk Peter Parker, sem sjálfur bregður sér í gervi Spider-Man, en Holland er þriðji leikarinn á fimmtán árum til að leika þessa ofurhetju. Áður höfðu Tobey Maguire og Andrew Garfield leikið þessa frægu hetju. Spider-Man er hugarfóstur Stan Lee og Steve Ditko og einn vinsælasti karakter Marvel-útgáfufyrirtækisins. Marvel hafði þó ekki réttindi til að hafa Spider-Man í kvikmyndum sínum og gat því ekki gert hann að hluta að Avengers-kvikmyndabálkinum sem nýtur gífurlegra vinsælda. Eftir afar slappt gengi The Amazing Spider-Man-myndanna ákvað Sony að gefa eftir Spider-Man til Marvel sem stökk til og skellti honum í Captain America: Civil War og verður því kóngulóarmaðurinn hluti af Marvel-kvikmyndaheiminum hér eftir. Í Spider-Man: Homecoming nýtur Peter Parker aðstoðar Tony Stark, leikinn af Robert Downey Jr., í baráttunni við illmennið The Vulture. Sá heitir í raun Adrian Toomes og er leikinn af Michael Keaton. Í myndinni hefur Toomes haft það að atvinnu að hreinsa upp eyðilegginguna sem barátta The Avengers við illmenni hefur skilið eftir sig og fær sig fullsaddan af því. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:
Bíó og sjónvarp Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira