Vitnaði í Big Bang Theory í ræðustól Alþingis: „Fjör með fánum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 21:45 Viktor Orri Valgarðsson í ræðustól Alþingis í dag. Viktor Orri Valgarðsson, þingmaður Pírata, vakti kátínu annarra þingmanna í dag þegar hann kvaddi sér hljóðs í umræðu um frumvarp sex þingmanna Vinstri grænna þess efnis að ekki verði lengur refsivert að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Big Bang Theory og bauð upp á leik sem hann kallaði „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni. Þingmaðurinn fagnaði því að frumvarpið væri komið fram og sagði að 95. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um þessa refsiverðu háttsemi, væri löngu orðin úrelt. Í greininni er þó ekki aðeins kveðið á um að ekki megi móðga erlenda þjóðhöfðingja heldur er einnig refsivert að smána þjóðfána erlends ríkis, fána Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Í þessu samhengi dró Viktor Orri fram mynd af fána Sameinuðu þjóðanna.„Ef mér finnst fáni Sameinuðu þjóðanna ekki vera fallegur eða vel hannaður og ég lýsi þeirri skoðun minni opinberlega þá varðar það við almenn hegningarlög að smána þennan fána. Við erum sem sagt komin í uppsetningu Alþingis á „Fun with flags“ með Sheldon Cooper eða „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni eins og ég kýs að kalla það,“ sagði þingmaðurinn og uppskar hlátur í þingsal. Hann sýndi svo einnig fána Evrópuráðsins og svo tvo fána sem Atli Jasonarson vinur hans hafði hannað en þeir ímyndaðir fánar og ekki til í alvöru. Vildi Viktor Orri benda á fáránleika í því að mega smána fána Atla en ekki fána Evrópuráðsins. „Þetta er að hluta til til gamans gert en einnig til að vekja athygli á fáránleika þessarar löggjafar.“ Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Viktor Orri Valgarðsson, þingmaður Pírata, vakti kátínu annarra þingmanna í dag þegar hann kvaddi sér hljóðs í umræðu um frumvarp sex þingmanna Vinstri grænna þess efnis að ekki verði lengur refsivert að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Big Bang Theory og bauð upp á leik sem hann kallaði „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni. Þingmaðurinn fagnaði því að frumvarpið væri komið fram og sagði að 95. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um þessa refsiverðu háttsemi, væri löngu orðin úrelt. Í greininni er þó ekki aðeins kveðið á um að ekki megi móðga erlenda þjóðhöfðingja heldur er einnig refsivert að smána þjóðfána erlends ríkis, fána Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Í þessu samhengi dró Viktor Orri fram mynd af fána Sameinuðu þjóðanna.„Ef mér finnst fáni Sameinuðu þjóðanna ekki vera fallegur eða vel hannaður og ég lýsi þeirri skoðun minni opinberlega þá varðar það við almenn hegningarlög að smána þennan fána. Við erum sem sagt komin í uppsetningu Alþingis á „Fun with flags“ með Sheldon Cooper eða „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni eins og ég kýs að kalla það,“ sagði þingmaðurinn og uppskar hlátur í þingsal. Hann sýndi svo einnig fána Evrópuráðsins og svo tvo fána sem Atli Jasonarson vinur hans hafði hannað en þeir ímyndaðir fánar og ekki til í alvöru. Vildi Viktor Orri benda á fáránleika í því að mega smána fána Atla en ekki fána Evrópuráðsins. „Þetta er að hluta til til gamans gert en einnig til að vekja athygli á fáránleika þessarar löggjafar.“
Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira