Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 18:42 Systurnar hittust í fyrsta skipti á síðasta ári og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi í heimsókn til Brynju og þær gætu styrkt böndin. Vísir/skjáskot Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira