Dómkvaddur til að meta tjón vegna friðlýsingar hafnargarðsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Tæp tvö ár eru liðin síðan hafnargarðarnir voru fjarlægðir stein fyrir stein. Eigandi Hafnartorgs telur sig hafa orðið fyrir tjóni. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni Reykjavík Development ehf. (RD) um að dómkvaddur verði matsmaður til að meta kostnað vegna tilvistar sjóvarnargarða á lóðinni Austurbakka 2 vegna skyndifriðunar og friðlýsingar stjórnarinnar á görðunum. Meðal þeirra spurninga sem lagðar verða fyrir matsmann eru hver hafi verið aukinn kostnaður RD vegna breytinga á hönnun verksins sökum krafna Minjastofnunar og annarra. Þá er spurt hver áætlaður kostnaður vegna flutninga og geymslu á görðunum hafi verið og hve mikið tjón hafi hlotist af því að vinna við uppsteypu tafðist. Spurningarnar eru alls 26 talsins. Málið á rætur að rekja til ársins 2015. Þá hófst vinna við framkvæmdir Hafnartorgs. Minjastofnun fór þess á leit að hún fengi leyfi til fornleifarannsókna á svæðinu. Komu þá í ljós tveir gamlir sjóvarnargarðar. Var yngri garðurinn skyndifriðaður en sá eldri var sjálfkrafa friðaður þar sem hann var eldri en 100 ára. Ráðherra friðlýsti síðan garðana báða. Varð það úr að garðarnir voru fjarlægðir. Hver steinn var númeraður og skal koma honum aftur fyrir á sama stað þegar byggingin verður tilbúin. Byggingarleyfi fékkst útgefið á sumarmánuðum í fyrra. Íslenska ríkið lagðist gegn dómkvaðningu matsmanns þar sem það taldi hana tilgangslausa. Matsnefnd eignarnámsbóta kæmi til með að ákveða bætur fyrir tjónið. Héraðsdómur féllst ekki á það og benti á að ekkert hafi verið gert til að koma málum í farveg til nefndarinnar. Þá var ríkið dæmt til að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Krefjast enn 600 milljóna vegna verndunar tveggja hafnargarða Verktaki sem byggir íbúðar- og verslunarhús þar sem hafnargarður var skyndilega friðlýstur gerir enn kröfu um að ríkið greiði 600 milljóna króna kostnað þótt forstöðumaður Minjastofnunar hafi sagt kröfuna úr sögunni fyrr í vetur. 24. janúar 2017 07:00 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni Reykjavík Development ehf. (RD) um að dómkvaddur verði matsmaður til að meta kostnað vegna tilvistar sjóvarnargarða á lóðinni Austurbakka 2 vegna skyndifriðunar og friðlýsingar stjórnarinnar á görðunum. Meðal þeirra spurninga sem lagðar verða fyrir matsmann eru hver hafi verið aukinn kostnaður RD vegna breytinga á hönnun verksins sökum krafna Minjastofnunar og annarra. Þá er spurt hver áætlaður kostnaður vegna flutninga og geymslu á görðunum hafi verið og hve mikið tjón hafi hlotist af því að vinna við uppsteypu tafðist. Spurningarnar eru alls 26 talsins. Málið á rætur að rekja til ársins 2015. Þá hófst vinna við framkvæmdir Hafnartorgs. Minjastofnun fór þess á leit að hún fengi leyfi til fornleifarannsókna á svæðinu. Komu þá í ljós tveir gamlir sjóvarnargarðar. Var yngri garðurinn skyndifriðaður en sá eldri var sjálfkrafa friðaður þar sem hann var eldri en 100 ára. Ráðherra friðlýsti síðan garðana báða. Varð það úr að garðarnir voru fjarlægðir. Hver steinn var númeraður og skal koma honum aftur fyrir á sama stað þegar byggingin verður tilbúin. Byggingarleyfi fékkst útgefið á sumarmánuðum í fyrra. Íslenska ríkið lagðist gegn dómkvaðningu matsmanns þar sem það taldi hana tilgangslausa. Matsnefnd eignarnámsbóta kæmi til með að ákveða bætur fyrir tjónið. Héraðsdómur féllst ekki á það og benti á að ekkert hafi verið gert til að koma málum í farveg til nefndarinnar. Þá var ríkið dæmt til að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Krefjast enn 600 milljóna vegna verndunar tveggja hafnargarða Verktaki sem byggir íbúðar- og verslunarhús þar sem hafnargarður var skyndilega friðlýstur gerir enn kröfu um að ríkið greiði 600 milljóna króna kostnað þótt forstöðumaður Minjastofnunar hafi sagt kröfuna úr sögunni fyrr í vetur. 24. janúar 2017 07:00 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Krefjast enn 600 milljóna vegna verndunar tveggja hafnargarða Verktaki sem byggir íbúðar- og verslunarhús þar sem hafnargarður var skyndilega friðlýstur gerir enn kröfu um að ríkið greiði 600 milljóna króna kostnað þótt forstöðumaður Minjastofnunar hafi sagt kröfuna úr sögunni fyrr í vetur. 24. janúar 2017 07:00
Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24