Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 21:11 Ingimundur Einarsson er ekki vanhæfur samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Vísir/Pjetur Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri ekki vanhæfur til þess að dæma í Stím-málinu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt hlutabréf í Glitni og tapað á þeim. Í úrskurðinum segir að Ingimundur hafi engu að síður vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína í þremur bönkum.Í Stím-málinu svokallaða voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital ákærðir og dæmdir vegna lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni. Lárus hlaut þar fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða fangelsisdóm, en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar vegna meints vanhæfis. Sá dómur var ógiltur og honum vísað heim í hérað.Tekist á um hæfi dómaraÝmislegt hefur gengið á í tengslum við hið svokallaða Stím-mál og hafa þremenningarnir krafist þess að ákveðnir dómarar vikju úr störfum sínum vegna vanhæfis. Hæstiréttur ógilti upprunalegan dóm vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara. Var þar að finna nafn barnsföður hennar í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi hann verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Þegar málið fór aftur fyrir héraðsdóm kröfðust sakborningarnir þess að Ingimundur Einarsson, Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason yrðu úrskurðuð vanhæf. Símon og Hrefna fyrir það að hafa dæmt í málinu sem var dæmt ógilt. Krafan um að Ingimundur skyldi úrskurðaður vanhæfur í dómsmálinu byggði á því að hann hafi á sínum tíma átt hlutabréf í stóru bönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Sakborningarnir sögðu Ingimund hafa brugðist tilkynningarskyldu sinni og að upphæðir vegna eigna hans hafi verið verulegar. Hæstiréttur hafnaði engu að síður þeirri kröfu um að Ingimundur myndi víkja úr sæti sem dómstjóri málsins en hann hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að Símon Sigvaldason væri ekki vanhæfur til þess að dæma í málinu. Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri ekki vanhæfur til þess að dæma í Stím-málinu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt hlutabréf í Glitni og tapað á þeim. Í úrskurðinum segir að Ingimundur hafi engu að síður vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína í þremur bönkum.Í Stím-málinu svokallaða voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital ákærðir og dæmdir vegna lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni. Lárus hlaut þar fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða fangelsisdóm, en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar vegna meints vanhæfis. Sá dómur var ógiltur og honum vísað heim í hérað.Tekist á um hæfi dómaraÝmislegt hefur gengið á í tengslum við hið svokallaða Stím-mál og hafa þremenningarnir krafist þess að ákveðnir dómarar vikju úr störfum sínum vegna vanhæfis. Hæstiréttur ógilti upprunalegan dóm vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara. Var þar að finna nafn barnsföður hennar í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi hann verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Þegar málið fór aftur fyrir héraðsdóm kröfðust sakborningarnir þess að Ingimundur Einarsson, Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason yrðu úrskurðuð vanhæf. Símon og Hrefna fyrir það að hafa dæmt í málinu sem var dæmt ógilt. Krafan um að Ingimundur skyldi úrskurðaður vanhæfur í dómsmálinu byggði á því að hann hafi á sínum tíma átt hlutabréf í stóru bönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Sakborningarnir sögðu Ingimund hafa brugðist tilkynningarskyldu sinni og að upphæðir vegna eigna hans hafi verið verulegar. Hæstiréttur hafnaði engu að síður þeirri kröfu um að Ingimundur myndi víkja úr sæti sem dómstjóri málsins en hann hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að Símon Sigvaldason væri ekki vanhæfur til þess að dæma í málinu.
Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00
Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15
Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51
Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00