Sagður hafa hótað að brenna húsið og vinna barnabörnunum mein Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 21:26 Konan sagði manninn hafa hótað sér og fjölskyldunni lífláti. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent