Sagður hafa hótað að brenna húsið og vinna barnabörnunum mein Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 21:26 Konan sagði manninn hafa hótað sér og fjölskyldunni lífláti. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði