Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Sveit Laufásborgar að tafli á mótinu um helgina. Omar Salama stendur yfir sínum nemendum og fylgist með. Krakkar af leikskólanum Laufásborg tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita um síðustu helgi. Er það í fyrsta sinn sem leikskóli tekur þátt í mótinu. Skákkennsla hófst í skólanum fyrir átta árum og er áhugi barnanna á íþróttinni mikill. „Þetta byrjaði skólaárið 2008-2009 og við höfum þróað þetta síðan þá,“ segir Omar Salama, kennari við leikskólann og fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í skák. Hann hefur haft veg og vanda af kennslunni síðan þá. Við kennsluna notar hann bæði stór skáksett auk venjulegra. Omar segir að hann hafi byrjað á að kenna elstu börnunum í skólanum mannganginn fimm ára gömlum. Í lok árs er síðan alltaf haldið skákmót eða fjöltefli fyrir útskriftarnemendur. „Síðar hóf ég að kenna tveggja og þriggja ára börnum líka. Kenna þeim nöfnin á köllunum, að raða upp á borðið og tefla peðaskák,“ segir Omar. Hann bendir líka á að skákin nýtist við að kenna önnur fög á borð við stærðfræði, landafræði og sögu. „Við höfum kennt þeim að hrókur sé fimm stiga virði og biskup þriggja stiga. Ef ég drep hrók hjá þér en þú biskup hjá mér er það þá gott fyrir mig eða þig? Þá lærum við landafræði með því að skoða sögu skákarinnar. Hvernig hún hófst á Indlandi og færðist síðan til Evrópu, til dæmis,“ segir hann. Omar skráði sveit frá leikskólanum á Íslandsmót barnaskólasveita með það markmið að hafa gaman af og sjá hvernig gengi enda voru nemendur hans að etja kappi við eldri börn. „Strákarnir í sveitinni stóðu sig eins og ofurhetjur og skemmtu sér ofboðslega. Þetta var fjögurra klukkutíma skákmót og það er ekki auðvelt að halda einbeitingu svo lengi á þessum aldri. Ég vonaði að við fengjum kannski tvo, þrjá vinninga,“ segir Omar. Það kom hins vegar á óvart að í fyrstu umferð vann Laufásborg með fjórum vinningum gegn engum. Sveitin endaði að lokum í 12. sæti og vantaði fáa vinninga til að lyfta sér upp í verðlaunasæti. „En þetta er líka gaman. Ég hef heyrt alls kyns sögur frá foreldrum og ættingjum um að börnin vilji tefla mikið. Einn afi nefndi það til dæmis að barnabarnið kæmi stundum fyrir leikskóla til að tefla,“ segir Omar. „Þetta er manngangur hjá þeim sem verður alltaf, alla ævina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Nemendur á Laufásborg við risataflborð sem er þar að finna.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Krakkar af leikskólanum Laufásborg tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita um síðustu helgi. Er það í fyrsta sinn sem leikskóli tekur þátt í mótinu. Skákkennsla hófst í skólanum fyrir átta árum og er áhugi barnanna á íþróttinni mikill. „Þetta byrjaði skólaárið 2008-2009 og við höfum þróað þetta síðan þá,“ segir Omar Salama, kennari við leikskólann og fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í skák. Hann hefur haft veg og vanda af kennslunni síðan þá. Við kennsluna notar hann bæði stór skáksett auk venjulegra. Omar segir að hann hafi byrjað á að kenna elstu börnunum í skólanum mannganginn fimm ára gömlum. Í lok árs er síðan alltaf haldið skákmót eða fjöltefli fyrir útskriftarnemendur. „Síðar hóf ég að kenna tveggja og þriggja ára börnum líka. Kenna þeim nöfnin á köllunum, að raða upp á borðið og tefla peðaskák,“ segir Omar. Hann bendir líka á að skákin nýtist við að kenna önnur fög á borð við stærðfræði, landafræði og sögu. „Við höfum kennt þeim að hrókur sé fimm stiga virði og biskup þriggja stiga. Ef ég drep hrók hjá þér en þú biskup hjá mér er það þá gott fyrir mig eða þig? Þá lærum við landafræði með því að skoða sögu skákarinnar. Hvernig hún hófst á Indlandi og færðist síðan til Evrópu, til dæmis,“ segir hann. Omar skráði sveit frá leikskólanum á Íslandsmót barnaskólasveita með það markmið að hafa gaman af og sjá hvernig gengi enda voru nemendur hans að etja kappi við eldri börn. „Strákarnir í sveitinni stóðu sig eins og ofurhetjur og skemmtu sér ofboðslega. Þetta var fjögurra klukkutíma skákmót og það er ekki auðvelt að halda einbeitingu svo lengi á þessum aldri. Ég vonaði að við fengjum kannski tvo, þrjá vinninga,“ segir Omar. Það kom hins vegar á óvart að í fyrstu umferð vann Laufásborg með fjórum vinningum gegn engum. Sveitin endaði að lokum í 12. sæti og vantaði fáa vinninga til að lyfta sér upp í verðlaunasæti. „En þetta er líka gaman. Ég hef heyrt alls kyns sögur frá foreldrum og ættingjum um að börnin vilji tefla mikið. Einn afi nefndi það til dæmis að barnabarnið kæmi stundum fyrir leikskóla til að tefla,“ segir Omar. „Þetta er manngangur hjá þeim sem verður alltaf, alla ævina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Nemendur á Laufásborg við risataflborð sem er þar að finna.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira