Nýársspá Siggu Kling – Vogin: Smávegis kvíði gæti kitlað þig í upphafi þessa árs 6. janúar 2017 09:00 Elsku hjartans Vogin mín. Það er mjög spennandi að skoða árið hjá þér. Ég sé það að ég á svo mikið af vinum í þessu merki og ég heillast svo rosalega af karakterunum sem eru í Vog, það er kannski vegna þess að þið eruð getin á gamlárskvöld og það eru einmitt ástæðan fyrir því að aðalbomburnar af stjörnumerkjunum eru í voginni. Vogin er svo sterkur karakter með hæfileika til að skara fram úr. Þú vinnur hörðum höndum að öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú átt eftir að fá þá virðingu sem þú sækist eftir. Þú þarft að byrja á því að hella yfir þig þeirri virðingu sem þú átt skilið því öðrum finnst þú nefnilega vera nákvæmlega eins og þér finnst þú vera. Það er magnaður kraftur yfir þessu ári hjá þér og þú verður að gæta þess að vera aðeins þolinmóðari því orkan þín vill að hlutirnir gerist strax og þú nennir ekki að vera að dútla í hlutunum. Þú ert svo sterk fjölskyldumanneskja og fjölskyldan mun skipa stóran sess á þessu ári. Sambönd sem byrja á þessu ári eða síðasta eiga eftir að ganga vel og vara jafnvel til lífstíðar. Það er mikill kærleikur sem fylgir þessu ári og þú átt eftir að semja um frið alls staðar í kringum þig því innra með þér býr mikill stríðsmaður sem getur átt það til að gera líf sitt að keppni. Í því framhaldi verður ævisagan auðvitað svo æsispennandi því að það er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Eina ástæða þess að þig gæti rekið í stans á þessu ári er að þú flækist í eigin hugsunum. Þú hugsar nefnilega stundum svo mikið að það kemur reykur út úr hausnum á þér. Það fylgir því svo mikil spenna að vera ung Vog því hún þarf alltaf að tipla svo mikið á tánum og er oft svo hrædd um að gera hlutina ekki 100%. Eftir því sem aldurinn færist yfir, kemur sjálfsöryggið og þú lærir að slaka á. Smávegis kvíði gæti kitlað þig í upphafi þessa árs en þú munt nota kvíðann sem hvata til að taka til í kringum þig. Þú munt einfalda líf þitt og það verður mikil breyting á þessu ári hjá þér sem tengist því að þú verður miklu sáttari og sjálfstraustið ljómar af þér. Þú verður á grænni grein í sambandi við peninga og þú verður líka fljót að eyða þeim, en til þess eru þeir. Þú ert fædd til að vera forystusauður án þess að þú sért að skipa sérstaklega fyrir. Þú hefur svo heillandi áhrif á fólk að því langar óstjórnlega til að vinna með þér. Þú átt eftir að upplifa dásamlegt sumar þar sem þú virðist vera hreinlega út um allar trissur og nýtur þess fram í fingurgóma. Magnað tímabil byrjar í september þegar þú gerir annaðhvort merkilega samninga eða gengur frá merkilegum málum og ferð svo full af orku inn í veturinn. Þetta er besta ár sem þú hefur átt í mörg ár, 2017 er svo sannarlega þitt ár. Knús og klapp, Sigga KlingFrægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Tatcher. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
Elsku hjartans Vogin mín. Það er mjög spennandi að skoða árið hjá þér. Ég sé það að ég á svo mikið af vinum í þessu merki og ég heillast svo rosalega af karakterunum sem eru í Vog, það er kannski vegna þess að þið eruð getin á gamlárskvöld og það eru einmitt ástæðan fyrir því að aðalbomburnar af stjörnumerkjunum eru í voginni. Vogin er svo sterkur karakter með hæfileika til að skara fram úr. Þú vinnur hörðum höndum að öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú átt eftir að fá þá virðingu sem þú sækist eftir. Þú þarft að byrja á því að hella yfir þig þeirri virðingu sem þú átt skilið því öðrum finnst þú nefnilega vera nákvæmlega eins og þér finnst þú vera. Það er magnaður kraftur yfir þessu ári hjá þér og þú verður að gæta þess að vera aðeins þolinmóðari því orkan þín vill að hlutirnir gerist strax og þú nennir ekki að vera að dútla í hlutunum. Þú ert svo sterk fjölskyldumanneskja og fjölskyldan mun skipa stóran sess á þessu ári. Sambönd sem byrja á þessu ári eða síðasta eiga eftir að ganga vel og vara jafnvel til lífstíðar. Það er mikill kærleikur sem fylgir þessu ári og þú átt eftir að semja um frið alls staðar í kringum þig því innra með þér býr mikill stríðsmaður sem getur átt það til að gera líf sitt að keppni. Í því framhaldi verður ævisagan auðvitað svo æsispennandi því að það er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Eina ástæða þess að þig gæti rekið í stans á þessu ári er að þú flækist í eigin hugsunum. Þú hugsar nefnilega stundum svo mikið að það kemur reykur út úr hausnum á þér. Það fylgir því svo mikil spenna að vera ung Vog því hún þarf alltaf að tipla svo mikið á tánum og er oft svo hrædd um að gera hlutina ekki 100%. Eftir því sem aldurinn færist yfir, kemur sjálfsöryggið og þú lærir að slaka á. Smávegis kvíði gæti kitlað þig í upphafi þessa árs en þú munt nota kvíðann sem hvata til að taka til í kringum þig. Þú munt einfalda líf þitt og það verður mikil breyting á þessu ári hjá þér sem tengist því að þú verður miklu sáttari og sjálfstraustið ljómar af þér. Þú verður á grænni grein í sambandi við peninga og þú verður líka fljót að eyða þeim, en til þess eru þeir. Þú ert fædd til að vera forystusauður án þess að þú sért að skipa sérstaklega fyrir. Þú hefur svo heillandi áhrif á fólk að því langar óstjórnlega til að vinna með þér. Þú átt eftir að upplifa dásamlegt sumar þar sem þú virðist vera hreinlega út um allar trissur og nýtur þess fram í fingurgóma. Magnað tímabil byrjar í september þegar þú gerir annaðhvort merkilega samninga eða gengur frá merkilegum málum og ferð svo full af orku inn í veturinn. Þetta er besta ár sem þú hefur átt í mörg ár, 2017 er svo sannarlega þitt ár. Knús og klapp, Sigga KlingFrægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Tatcher.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira