Stóðu á krossgötum og bjuggu til plötu Guðný Hrönn skrifar 6. janúar 2017 09:30 Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir. Mynd/Úr einkasafni Þær Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir skipa hljómsveitina East of My Youth en sú hljómsveit er ung og sendir frá sér sína fyrstu plötu þann 13. janúar. Útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar East of My Youth var fagnað rækilega á Húrra í gær en þær Herdís Thelma fengu tónlistarkonurnar Hildi og Glowie til liðs við sig á tónleikunum. Fyrsta plata East of My Youth hefur að geyma fjölbreytt lög og lýsir ferlinu á bak við samstarf þeirra Herdísar og Thelmu vel að þeirra sögn. „Það tók ár að vinna plötuna, þannig að við erum búnar að vinna markvisst saman í um ár. Á þeim tíma lærðum við mikið, bæði um það sem okkur langar að gera og hvor á aðra. Þannig að lögin eru líka búin að breytast og þróast með okkur,“ segir Herdís.Fyrsta plata East of My Youth kemur út 13. janúar.En hvernig varð bandið til? „Við Thelma erum búnar að þekkjast mjög lengi. Við vorum saman í Hagaskóla, MR og Listaháskólanum og svo fluttum við báðar til Berlínar strax eftir útskrift. Þar var ég í starfsnámi hjá Agli Sæbjörnssyni myndlistarmanni og Thelma var í leiklistarkúrs. Við höfðum í raun og veru alltaf verið í sama vinahópi án þess að þekkjast eitthvað persónulega. En þarna var eitthvað sem dró okkur saman og við byrjuðum að hanga. Og svo eitt nóvemberkvöldið, þegar við sátum á bar, fer Thelma að tala um að hana hafi alltaf langað til að syngja. Ég hafði þá sjálf eitthvað verið að dunda mér við að búa til lög, en ég er ekki söngkona. Þegar ég heyri svo Thelmu syngja og spila á gítar þá átta ég mig á að hún er með alveg klikkaða rödd. Þá ákváðum við bara að hittast og byrja að djamma saman,“ útskýrir Herdís. Eftir dvölina í Berlín fluttu þær Herdís og Thelma aftur til Íslands. „Við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera þegar heim var komið. Þar sem við vorum báðar tvær á krossgötum tókum við ákvörðun um að hittast reglulega í Listaháskólanum, gamla skólanum okkar, og spila og syngja. Og varð fyrsta lagið okkar til.“ Útkoma þessa samstarfs er sex laga plata sem hefur að geyma fjölbreytt lög. „Þó að þetta sé stutt plata þá ákváðum við samt að leyfa henni að standa. Á henni er fjölbreytt tónlist, allt frá melódískum ballöðum yfir í alvöru elektró-popp.“En hvað er svo fram undan? „Við erum á leiðinni í lítið tónleikaferðalag þar sem við munum meðal annars spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. Svo erum við að fara að vinna með pródúsent í London og þar munum við vinna að nýjum lögum,“ segir Herdís. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þær Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir skipa hljómsveitina East of My Youth en sú hljómsveit er ung og sendir frá sér sína fyrstu plötu þann 13. janúar. Útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar East of My Youth var fagnað rækilega á Húrra í gær en þær Herdís Thelma fengu tónlistarkonurnar Hildi og Glowie til liðs við sig á tónleikunum. Fyrsta plata East of My Youth hefur að geyma fjölbreytt lög og lýsir ferlinu á bak við samstarf þeirra Herdísar og Thelmu vel að þeirra sögn. „Það tók ár að vinna plötuna, þannig að við erum búnar að vinna markvisst saman í um ár. Á þeim tíma lærðum við mikið, bæði um það sem okkur langar að gera og hvor á aðra. Þannig að lögin eru líka búin að breytast og þróast með okkur,“ segir Herdís.Fyrsta plata East of My Youth kemur út 13. janúar.En hvernig varð bandið til? „Við Thelma erum búnar að þekkjast mjög lengi. Við vorum saman í Hagaskóla, MR og Listaháskólanum og svo fluttum við báðar til Berlínar strax eftir útskrift. Þar var ég í starfsnámi hjá Agli Sæbjörnssyni myndlistarmanni og Thelma var í leiklistarkúrs. Við höfðum í raun og veru alltaf verið í sama vinahópi án þess að þekkjast eitthvað persónulega. En þarna var eitthvað sem dró okkur saman og við byrjuðum að hanga. Og svo eitt nóvemberkvöldið, þegar við sátum á bar, fer Thelma að tala um að hana hafi alltaf langað til að syngja. Ég hafði þá sjálf eitthvað verið að dunda mér við að búa til lög, en ég er ekki söngkona. Þegar ég heyri svo Thelmu syngja og spila á gítar þá átta ég mig á að hún er með alveg klikkaða rödd. Þá ákváðum við bara að hittast og byrja að djamma saman,“ útskýrir Herdís. Eftir dvölina í Berlín fluttu þær Herdís og Thelma aftur til Íslands. „Við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera þegar heim var komið. Þar sem við vorum báðar tvær á krossgötum tókum við ákvörðun um að hittast reglulega í Listaháskólanum, gamla skólanum okkar, og spila og syngja. Og varð fyrsta lagið okkar til.“ Útkoma þessa samstarfs er sex laga plata sem hefur að geyma fjölbreytt lög. „Þó að þetta sé stutt plata þá ákváðum við samt að leyfa henni að standa. Á henni er fjölbreytt tónlist, allt frá melódískum ballöðum yfir í alvöru elektró-popp.“En hvað er svo fram undan? „Við erum á leiðinni í lítið tónleikaferðalag þar sem við munum meðal annars spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. Svo erum við að fara að vinna með pródúsent í London og þar munum við vinna að nýjum lögum,“ segir Herdís.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“