Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Svavar Hávarðsson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Þingvellir og Gullfoss koma ítrekað fram í umræðunni um fjöldatakmarkanir ferðamanna. Mynd/Kári Jónasson Við erum á þeim tímapunkti í íslenskri ferðaþjónustu að stjórnvöld verða af fullri alvöru að tryggja innviði, stýringu og þannig sjálfbærni til framtíðar. Málið er þríþætt og varðar sjálfbærni náttúrunnar, upplifun ferðamannanna og þolmörk heimamanna á hverjum stað. Þetta eru aðkallandi verkefni stjórnvalda að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, en í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt á föstudaginn kom fram að hún hefði viljað sjá stjórnvöld og aðra hafa meiri trú á ferðaþjónustunni, að hún sé ekki bóla heldur heilsárs atvinnugrein sem er komin til að vera. Þrátt fyrir umfang og efnahagslegt mikilvægi greinarinnar þá sé athygli stjórnvalda og stuðningur ekki sem skyldi. Í viðtalinu ítrekaði Helga það sem hún hefur lengi bent á, að stjórnvöld verði að taka miklu fastar á þeim verkefnum sem við blasa – tryggja innviðina auk þess sem fjölgun ferðamanna kalli á aukna stýringu bæði innan svæða og á milli þeirra. Það hefur verið haft á orði að hugsa verði um helstu ferðamannastaði landsins eins og leikhús – það sé einfaldlega ákveðinn fjöldi sæta í boði og þeir sem ekki tryggja sér miða verði að koma seinna til að njóta leiksýningarinnar. Er það þetta sem Helga var að vísa til?Helga ÁrnadóttirHelga segir að nota megi slíka samlíkingu. „Það er eðlilegt að greint sé og ákvarðanir teknar í framhaldinu gagnvart þeim fjölda sem hvert svæði fyrir sig þolir á hverjum tíma. Sumir staðir geta verið skilgreindir sem „fjöldaferðamannastaðir“, aðrir frekar ætlaðir færri í einu og svo framvegis. Það þarf sem sagt að skilgreina þolmörkin og stýra samkvæmt þeim. Í þessu samhengi á ég bæði við náttúrulegu þolmörkin sem og hin félagslegu. Eins og það er mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar þarf einnig að huga að upplifunargildi þeirra sem fara hér um, sem og þolmörkum heimamanna á hverjum stað. Bætt stýring eykur dreifingu og jafnar álag bæði innan svæða og milli þeirra,“ segir Helga. Tölfræðin sem liggur þessu ákalli til grundvallar er mörgum kunn. Gert er ráð fyrir að fjöldi ferðamanna árið 2016 hafi verið ríflega 1,8 milljónir en verði tæplega 2,4 milljónir á nýbyrjuðu ári. Það er alla vega spá Íslandsbanka sem segir að gangi spáin eftir verði fjöldi ferðamanna hér á landi á þessu ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Nokkuð sem afar fáar þjóðir þurfa að takast á við. Rétt er þó að geta þess að áætluð fjölgun mun að mestu koma fram utan háannar samkvæmt farþegaspá Isavia sem dregur enn úr árstíðasveiflunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Við erum á þeim tímapunkti í íslenskri ferðaþjónustu að stjórnvöld verða af fullri alvöru að tryggja innviði, stýringu og þannig sjálfbærni til framtíðar. Málið er þríþætt og varðar sjálfbærni náttúrunnar, upplifun ferðamannanna og þolmörk heimamanna á hverjum stað. Þetta eru aðkallandi verkefni stjórnvalda að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, en í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt á föstudaginn kom fram að hún hefði viljað sjá stjórnvöld og aðra hafa meiri trú á ferðaþjónustunni, að hún sé ekki bóla heldur heilsárs atvinnugrein sem er komin til að vera. Þrátt fyrir umfang og efnahagslegt mikilvægi greinarinnar þá sé athygli stjórnvalda og stuðningur ekki sem skyldi. Í viðtalinu ítrekaði Helga það sem hún hefur lengi bent á, að stjórnvöld verði að taka miklu fastar á þeim verkefnum sem við blasa – tryggja innviðina auk þess sem fjölgun ferðamanna kalli á aukna stýringu bæði innan svæða og á milli þeirra. Það hefur verið haft á orði að hugsa verði um helstu ferðamannastaði landsins eins og leikhús – það sé einfaldlega ákveðinn fjöldi sæta í boði og þeir sem ekki tryggja sér miða verði að koma seinna til að njóta leiksýningarinnar. Er það þetta sem Helga var að vísa til?Helga ÁrnadóttirHelga segir að nota megi slíka samlíkingu. „Það er eðlilegt að greint sé og ákvarðanir teknar í framhaldinu gagnvart þeim fjölda sem hvert svæði fyrir sig þolir á hverjum tíma. Sumir staðir geta verið skilgreindir sem „fjöldaferðamannastaðir“, aðrir frekar ætlaðir færri í einu og svo framvegis. Það þarf sem sagt að skilgreina þolmörkin og stýra samkvæmt þeim. Í þessu samhengi á ég bæði við náttúrulegu þolmörkin sem og hin félagslegu. Eins og það er mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar þarf einnig að huga að upplifunargildi þeirra sem fara hér um, sem og þolmörkum heimamanna á hverjum stað. Bætt stýring eykur dreifingu og jafnar álag bæði innan svæða og milli þeirra,“ segir Helga. Tölfræðin sem liggur þessu ákalli til grundvallar er mörgum kunn. Gert er ráð fyrir að fjöldi ferðamanna árið 2016 hafi verið ríflega 1,8 milljónir en verði tæplega 2,4 milljónir á nýbyrjuðu ári. Það er alla vega spá Íslandsbanka sem segir að gangi spáin eftir verði fjöldi ferðamanna hér á landi á þessu ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Nokkuð sem afar fáar þjóðir þurfa að takast á við. Rétt er þó að geta þess að áætluð fjölgun mun að mestu koma fram utan háannar samkvæmt farþegaspá Isavia sem dregur enn úr árstíðasveiflunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira