Ræða að skipta upp tveimur ráðuneytum Snærós Sindradóttir skrifar 6. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verður líklega forsætisráðherra á allra næstu dögum. Tilkynnt verður um nýja ríkisstjórn eftir helgi. vísir/stefán Rætt hefur verið um að skipta upp bæði atvinnuvegaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir. Líklegt er að nýtt dómsmálaráðuneyti verði stofnað með nýrri ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð sækist eftir að leiða atvinnuvegaráðuneytið en umræður gærdagsins á fundi formannanna þriggja snerust meðal annars um það og mögulega uppskiptingu þess ráðuneytis. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokksins um hversu langt megi ganga til að koma til móts við Bjarta framtíð og Viðreisn þegar kemur að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Það er steinn í götu Bjartrar framtíðar í von flokksins um að fá það ráðuneyti.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er sagður spenntur fyrir mörgum ráðuneytum en sæki ekkert þeirra fast. Hann vilji frekar ræða málefni en einstaka stóla. vísir/StefánGreint hefur verið frá því að ráðuneytin skiptist þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Umræður um að fjölga ráðherrum riðlar þessu skipulagi en líklega myndi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fjölga frekar við fjölgun ráðuneyta. Fyrir liggur að Viðreisn gerir það að ófrávíkjanlegri kröfu að fá fjármálaráðuneytið og heimildir Fréttablaðsins herma að orðið verði við þeirri kröfu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er ekki sagður sækjast eftir neinu ákveðnu ráðherraembætti. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki í augum uppi hvaða konur Sjálfstæðisflokkurinn skipar í ríkisstjórn en eini kvenkynsoddviti flokksins, Ólöf Nordal, hefur átt við veikindi að stríða. Þær konur sem skipa annað sæti listanna hafa ekki þingreynslu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var ekki búið að ákveða hvort utanþingsráðherra yrði kallaður til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Rætt hefur verið um að skipta upp bæði atvinnuvegaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir. Líklegt er að nýtt dómsmálaráðuneyti verði stofnað með nýrri ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð sækist eftir að leiða atvinnuvegaráðuneytið en umræður gærdagsins á fundi formannanna þriggja snerust meðal annars um það og mögulega uppskiptingu þess ráðuneytis. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokksins um hversu langt megi ganga til að koma til móts við Bjarta framtíð og Viðreisn þegar kemur að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Það er steinn í götu Bjartrar framtíðar í von flokksins um að fá það ráðuneyti.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er sagður spenntur fyrir mörgum ráðuneytum en sæki ekkert þeirra fast. Hann vilji frekar ræða málefni en einstaka stóla. vísir/StefánGreint hefur verið frá því að ráðuneytin skiptist þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Umræður um að fjölga ráðherrum riðlar þessu skipulagi en líklega myndi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fjölga frekar við fjölgun ráðuneyta. Fyrir liggur að Viðreisn gerir það að ófrávíkjanlegri kröfu að fá fjármálaráðuneytið og heimildir Fréttablaðsins herma að orðið verði við þeirri kröfu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er ekki sagður sækjast eftir neinu ákveðnu ráðherraembætti. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki í augum uppi hvaða konur Sjálfstæðisflokkurinn skipar í ríkisstjórn en eini kvenkynsoddviti flokksins, Ólöf Nordal, hefur átt við veikindi að stríða. Þær konur sem skipa annað sæti listanna hafa ekki þingreynslu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var ekki búið að ákveða hvort utanþingsráðherra yrði kallaður til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira