„Söknuðum flugvélarinnar í morgun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2017 19:30 Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus. Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus.
Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00