„Söknuðum flugvélarinnar í morgun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2017 19:30 Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus. Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus.
Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00