„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Gissur Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2017 14:45 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld. Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld.
Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45