Það var mikið um dýrðir í Smáralindinni í kvöld þegar sænski fatarisinn H&M hélt sérstakt opnunarpartý vegna opnunnar fyrstu H&M verslunarinnar hér á landi.
Útvöldum var boðið að fá forsmekkinn þess sem koma skal með opnun verslunarinnar en Sérstakar H&M rútur keyrðu gestina í Smáralindina
Rauði dregilinn var mættur í Smáralindina og fengu gestir að njóta freyðivíns og vel valinna skemmtiatriða.
Á meðal þeirra sem voru á boðslistanum eru lífsstílsbloggarar, áhrifavaldar, leikarar, fatahönnuðir, fjölmiðlafólk og fleiri. Á meðal boðsgesta eru Hilmir Snær, Eva Laufey Kjaran, Bjarki Gunnlaugs, Hildur Yeomen, Jóhannes Haukur, Álfrún ritstjóri Glamour, Björn Bragi fleiri þekktir einstaklingar.
Hersir Aron Ólafsson fréttamaður var á staðnum og tók púlsinn á nokkrum boðsgestum eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Laufey Elíasdóttir ljósmyndari Vísis var einnig á staðnum og tók þær myndir sem sjá má hér að neðan. Smellið á örvarnar til að fletta myndaalbúminu.
Fjör og freyðivín í opnunarteiti H&M
Tengdar fréttir

Húsnæði Smáralindar verður opið alla nóttina fyrir opnun H&M
Þeir sem ætla sér að vera framarlega í röðinni þegar dyr H&M opna í Smáralind á laugardag geta beðið inni.

H&M rútur ganga á 5 mínútna fresti fyrir opnunarhófið
H&M opnar verslun í Smáralind á laugardag og heldur glæsilegt opnunarhóf á fimmtudag.

Engum af Gestalistanum hans Ingó boðið í H&M partýið
Tískurisinn H&M stendur fyrir opnunarhófi í aðalverslun tískurisans hér á landi í kvöld.

21 mátunarklefi í H&M versluninni
H&M opnar í Smáralind á laugardag og eru 16 afgreiðslukassar í þessari 3.000 fermetra verslun.