Lífið

H&M rútur ganga á 5 mínútna fresti fyrir opnunarhófið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Allir þeir útvöldu sem voru boðnir í H&M opnunarhófið fengu í dag sendar nánari upplýsingar um viðburðinn. Í tölvupóstinum er óskað eftir því að boðsgestir noti innganginn við hlið H&M verslunarinnar í Smáralind. Þar munu gestir verða skráðir inn og fá armbönd. H&M lofar frábærum mat, drykkjum og skemmtiatriðum frá innlendu tónlistarfólki.

Viðburðurinn hefst í Smáralind klukkan 19:00 næstkomandi fimmtudag. Sérstakar H&M rútur munu keyra frá Hallgrímskirkju á fimm mínútna fresti frá 18:30 til 19:30. Frá 22:00 til 23:00 munu svo H&M rútur fara á fimm mínútna fresti og stoppa á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu.

Á meðal þeirra sem eru á boðslistanum eru lífsstílsbloggarar, áhrifavaldar, leikarar, fatahönnuðir, fjölmiðlafólk og fleiri. Á meðal boðsgesta eru Hilmir Snær, Eva Laufey Kjaran, Bjarki Gunnlaugs, Hildur Yeomen, Jóhannes Haukur, Álfrún ritstjóri Glamour, Björn Bragi fleiri þekktir einstaklingar. 

H&M

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.