Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2017 06:00 Séra Þórir Stephensen segir fund kumls á Landsímareit gefa vísbendingu um að bær Ingólfs Arnarsonar gæti hafi verið hér við Lækjargötu fremur en við Aðalstræti og gagnrýnir áform um framkvæmdir. vísir/anton brink „Þarna er örugglega höfðingjagröf,“ segir séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, um kuml sem fannst á Landsímareitnum og er enn til rannsóknar hjá sérfræðingum. Séra Þórir er einn þeirra sem gagnrýna harðlega áform um nýja viðbyggingu við gamla Landsímahúsið fyrir 160 herbergja hótel. Með framkvæmdunum yrði raskað hinum forna Víkurgarði þar sem verið hafi grafreitur í meira en þúsund ár. Heiðið kuml sem þar fannst í fyrra undir hinum kristnu gröfum þurfi að rannsaka betur. Kumlið sé talið vera frá árunum 870 til 875. „Þetta gæti verið aðeins eitt stakt kuml en ef rannsókn undir Kirkjustræti leiðir í ljós fleiri kuml þá er kominn kumlareitur og þá þurfa menn að íhuga vel hvort ekki þurfi að færa bústað Ingólfs frá Aðalstræti og yfir í Lækjargötu,“ segir Þórir og vísar þá til minja sem fundist hafa við Iðnaðarbankahúsið svokallaða á Lækjargötu 12. Nánar útskýrir Þórir að Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður telji að fjarlægðin frá þeim stað í Aðalstræti þar sem núverandi tilgáta segir að hafi verið bæjarstæði landsnámsmannsins Ingólfs Arnarssonar sé of lítil frá kumlinu sem nú sé fundið til þess að bær Ingólfs hafi getað verið þar. Haugfé úr kumli höfðinga frá níundu öld fannst að sögn Séra Þóris Stephensen í suðvesturhorni lóðinnar, til vinstri á myndinni.vísir/anton brink „Þetta er höfðingjagröf og hún virðist ekki hafa tilheyrt þessum bæ í Aðalstræti. Hún hefur frekar tilheyrt bænum sem búið er að finna við Lækjargötu. Og þar á að fara að rífa Iðnaðarbankann og ég hef ekki heyrt hvað á að gera við þær rústir,“ segir Þórir. Um sé að tefla atriði sem skipti máli yfir söguna. „Upphaf Reykjavíkur er svo mikið púsluspil. Nú er komið í ljós að það er vafasamt að púslubitinn sem er í Aðalstræti sé bær Ingólfs. Þetta gæti verið upphafið að því að sjá að hann er ekki á réttum stað,“ segir Þórir. Margt spennandi hafi fundist í kumlinu sem ekki hafi verið sagt frá og sé enn til rannsóknar. „Þegar rannsókninni lýkur þarf að raða púsluspilinu og sjá hvernig það passar við púsluspil sagnfræðinga í Reykjavík.“ Ekki náðist í gær tal af Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, stjórnanda uppgraftarins á Landsímareitnum sem gerður er á kostnað eiganda lóðarinnar, Lindarvatns ehf., í samvinnu við Minjastofnun. Vala hefur opinberlega sagt umræðuna um reitinn vera á villigötum. „Staðreyndin er nefnilega sú að í jörðinni voru sundur skornar minjar. Að púsla þeim saman með greiningum og túlkunum er og mun ætíð verða fræðilegt þrætuepli. Þessi staðreynd hryggir mig mjög en hún er staðreynd engu að síður. Þær greiningar, sem gerðar verða á þeim sýnum er tekin voru, munu kannski svara einhverjum spurningum sem brenna á mönnum í dag, en það er óraunhæft að ætlast til þess að hægt sé að fullyrða, hvað þá sanna það sem þarna var,“ skrifaði Vala í grein á vefsíðunni landsimareitur.is fyrir um hálfum öðrum mánuði. Þórir segir að endurheimta verði allt land Víkurgarðsins. „Þá getum við sett upp minningarmark um þennan ókunna höfðingja sem þarna er heygður. Að setja slíkan stað undir kjallaragólf á hóteli, sem kannski verður bara vaskahús eða ruslatunnugeymsla væri menningarlegt stórslys.“ vísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Þarna er örugglega höfðingjagröf,“ segir séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, um kuml sem fannst á Landsímareitnum og er enn til rannsóknar hjá sérfræðingum. Séra Þórir er einn þeirra sem gagnrýna harðlega áform um nýja viðbyggingu við gamla Landsímahúsið fyrir 160 herbergja hótel. Með framkvæmdunum yrði raskað hinum forna Víkurgarði þar sem verið hafi grafreitur í meira en þúsund ár. Heiðið kuml sem þar fannst í fyrra undir hinum kristnu gröfum þurfi að rannsaka betur. Kumlið sé talið vera frá árunum 870 til 875. „Þetta gæti verið aðeins eitt stakt kuml en ef rannsókn undir Kirkjustræti leiðir í ljós fleiri kuml þá er kominn kumlareitur og þá þurfa menn að íhuga vel hvort ekki þurfi að færa bústað Ingólfs frá Aðalstræti og yfir í Lækjargötu,“ segir Þórir og vísar þá til minja sem fundist hafa við Iðnaðarbankahúsið svokallaða á Lækjargötu 12. Nánar útskýrir Þórir að Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður telji að fjarlægðin frá þeim stað í Aðalstræti þar sem núverandi tilgáta segir að hafi verið bæjarstæði landsnámsmannsins Ingólfs Arnarssonar sé of lítil frá kumlinu sem nú sé fundið til þess að bær Ingólfs hafi getað verið þar. Haugfé úr kumli höfðinga frá níundu öld fannst að sögn Séra Þóris Stephensen í suðvesturhorni lóðinnar, til vinstri á myndinni.vísir/anton brink „Þetta er höfðingjagröf og hún virðist ekki hafa tilheyrt þessum bæ í Aðalstræti. Hún hefur frekar tilheyrt bænum sem búið er að finna við Lækjargötu. Og þar á að fara að rífa Iðnaðarbankann og ég hef ekki heyrt hvað á að gera við þær rústir,“ segir Þórir. Um sé að tefla atriði sem skipti máli yfir söguna. „Upphaf Reykjavíkur er svo mikið púsluspil. Nú er komið í ljós að það er vafasamt að púslubitinn sem er í Aðalstræti sé bær Ingólfs. Þetta gæti verið upphafið að því að sjá að hann er ekki á réttum stað,“ segir Þórir. Margt spennandi hafi fundist í kumlinu sem ekki hafi verið sagt frá og sé enn til rannsóknar. „Þegar rannsókninni lýkur þarf að raða púsluspilinu og sjá hvernig það passar við púsluspil sagnfræðinga í Reykjavík.“ Ekki náðist í gær tal af Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, stjórnanda uppgraftarins á Landsímareitnum sem gerður er á kostnað eiganda lóðarinnar, Lindarvatns ehf., í samvinnu við Minjastofnun. Vala hefur opinberlega sagt umræðuna um reitinn vera á villigötum. „Staðreyndin er nefnilega sú að í jörðinni voru sundur skornar minjar. Að púsla þeim saman með greiningum og túlkunum er og mun ætíð verða fræðilegt þrætuepli. Þessi staðreynd hryggir mig mjög en hún er staðreynd engu að síður. Þær greiningar, sem gerðar verða á þeim sýnum er tekin voru, munu kannski svara einhverjum spurningum sem brenna á mönnum í dag, en það er óraunhæft að ætlast til þess að hægt sé að fullyrða, hvað þá sanna það sem þarna var,“ skrifaði Vala í grein á vefsíðunni landsimareitur.is fyrir um hálfum öðrum mánuði. Þórir segir að endurheimta verði allt land Víkurgarðsins. „Þá getum við sett upp minningarmark um þennan ókunna höfðingja sem þarna er heygður. Að setja slíkan stað undir kjallaragólf á hóteli, sem kannski verður bara vaskahús eða ruslatunnugeymsla væri menningarlegt stórslys.“ vísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira