Spá hátt í 20 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðar í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2017 10:37 Spákort miðvikudagsins lítur bara alveg ágætlega út. veðurstofa íslands. Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira