Spá hátt í 20 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðar í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2017 10:37 Spákort miðvikudagsins lítur bara alveg ágætlega út. veðurstofa íslands. Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent