Ragnar Þór Ingólfsson sigraði í dag í formannskjöri VR. Ragnar var kjörinn formaður með tæplega 63 prósent atkvæða. Ólafía B. Rafnsdóttir lætur því af formennskunni en hún hlaut um 37 prósent atkvæða. Kosið var á milli Ragnars og Ólafíu, en Ólafía hefur verið formaður frá árinu 2013.
Allsherjaratkvæðagreiðslan stóð frá 7. mars til dagsins í dag. Kosningaþátttaka var 17 prósent, en alls greiddu 5.706 atkvæði. Á kjörskrá voru alls 33.383.
Sjö voru kjörnir í stjórn en þeir eru eftirfarandi:
Ólafur Reimar Gunnarsson
Harpa Sævarsdóttir
Birgir Már Guðmundsson
Guðrún Björg Gunnarsdóttir
Unnur María Pálmadóttir
Helga Ingólfsdóttir
Elisabeth Courtney
Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs
Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Rannveig Sigurðardóttir
Kjörtímabil þeirra hefst á aðalfundi VR fyrir árið 2017 sem haldinn verður í lok mars.
Ragnar Þór nýr formaður VR
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
