Vetrarspá Siggu Kling – Krabbinn: Þú þarft að stjórna tilfinningum þínum 3. nóvember 2017 09:00 Elsku Krabbinn minn. Þú ert búinn að vera í töluverði stríði við tilfinningarnar og lífið. Það er í eðli þínu að gera allt fyrir alla, en samt viltu vera með allt svo pottþétt og hefðbundið í kringum þig. Þú þarft að tengja þetta saman að vera visst kærulaus og hafa svo annað á hreinu því þú þolir ekki stríð. En hugsanir þínar sem eru stundum í óreiðu verða þér til góðs. Það er alveg sama þó þér finnist allt vera á heljarþröm þá finnurðu lausn. Þú þarft að stjórna tilfinningum þínum sérstaklega ef þú ert á lausu eða nokkurn veginn þannig og hefur ekki stjórnina, þá geturðu sagt strax eftir fyrstu kynni: ég elska þig. Það er svo mikilvægt að þú látir ekki umhverfið angra þig, hvort sem þú ert of þungur, með undirhöku með þunnt hár eða skalla - ekki vera háður útlitsfegurð. En setur á þig miklar kröfur um að líta vel út en samt er öllum skítsama, já, öllum er skítsama því fegurðin kemur frá þínu frábæra hjarta og dásamlegu útgeislun. Það hafa verið mikil tækifæri til breytinga á þessu ári en þú átt það til að þora ekki að skipta um status og það lætur þig hjakka í sama farinu hvort sem þú lest þessa stjörnuspá eður ei. Þú ert svo mikil keppnismanneskja í eðli þínu, svo skoðaðu aðeins betur í hverju þú vilt keppa og láttu vaða. Þú þarft að sjá að þú getur staðið í sviðsljósinu því þú ert nógu hæfileikaríkur til að gera það, en feimni getur stoppað þig á þeirri braut. En það er samt enginn í kringum þig sem veit að þú ert feiminn svo láttu vaða. Það er alveg sama í hverju þú lendir því þú átt svo yndislega vini sem vernda þig frá öllu illu, þú þarft bara að leita til þeirra. Þú ert svo hrifinn af ástinni og hrifnæmur er rétta orðið yfir þig og það er eins með vináttuna að það eru svo margir yndislegir í kringum þig sem eru mjög skotnir í þér svo gefðu lífinu og ástinni tækifæri, því það fer þér ekki að vera öryggisfíkill. Taktu allar ákvarðanir frá hjartanu og með tilfinningu núna næstu vikurnar þá leysast öll þín vandamál. Setningin þín er: Vertu þú sjálfur, gerðu það sem sem þú vilt (Helgi Björns) Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Elsku Krabbinn minn. Þú ert búinn að vera í töluverði stríði við tilfinningarnar og lífið. Það er í eðli þínu að gera allt fyrir alla, en samt viltu vera með allt svo pottþétt og hefðbundið í kringum þig. Þú þarft að tengja þetta saman að vera visst kærulaus og hafa svo annað á hreinu því þú þolir ekki stríð. En hugsanir þínar sem eru stundum í óreiðu verða þér til góðs. Það er alveg sama þó þér finnist allt vera á heljarþröm þá finnurðu lausn. Þú þarft að stjórna tilfinningum þínum sérstaklega ef þú ert á lausu eða nokkurn veginn þannig og hefur ekki stjórnina, þá geturðu sagt strax eftir fyrstu kynni: ég elska þig. Það er svo mikilvægt að þú látir ekki umhverfið angra þig, hvort sem þú ert of þungur, með undirhöku með þunnt hár eða skalla - ekki vera háður útlitsfegurð. En setur á þig miklar kröfur um að líta vel út en samt er öllum skítsama, já, öllum er skítsama því fegurðin kemur frá þínu frábæra hjarta og dásamlegu útgeislun. Það hafa verið mikil tækifæri til breytinga á þessu ári en þú átt það til að þora ekki að skipta um status og það lætur þig hjakka í sama farinu hvort sem þú lest þessa stjörnuspá eður ei. Þú ert svo mikil keppnismanneskja í eðli þínu, svo skoðaðu aðeins betur í hverju þú vilt keppa og láttu vaða. Þú þarft að sjá að þú getur staðið í sviðsljósinu því þú ert nógu hæfileikaríkur til að gera það, en feimni getur stoppað þig á þeirri braut. En það er samt enginn í kringum þig sem veit að þú ert feiminn svo láttu vaða. Það er alveg sama í hverju þú lendir því þú átt svo yndislega vini sem vernda þig frá öllu illu, þú þarft bara að leita til þeirra. Þú ert svo hrifinn af ástinni og hrifnæmur er rétta orðið yfir þig og það er eins með vináttuna að það eru svo margir yndislegir í kringum þig sem eru mjög skotnir í þér svo gefðu lífinu og ástinni tækifæri, því það fer þér ekki að vera öryggisfíkill. Taktu allar ákvarðanir frá hjartanu og með tilfinningu núna næstu vikurnar þá leysast öll þín vandamál. Setningin þín er: Vertu þú sjálfur, gerðu það sem sem þú vilt (Helgi Björns) Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira