Segir gufuna úr rafsígarettum ekki saklausa vatnsgufu Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 19:40 Lára Guðrún benti á vökvinn í rafsígarettum er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að flest bendi til þess að rafsígarettur séu skárri kostur en sígarettur, ef litið er til þeirra virku efna sem eru í þeim. Hún sagði þó ekki hægt að alhæfa um það því langtímarannsóknir séu ekki komnar fram. Lára Guðrún benti á að í reyknum frá rafsígarettum hafi fundist málmar og fleiri skaðleg efni sem á eftir að kortleggja þegar kemur að áhrifum sem þessi efni geta haft á líkamann, og nefndi þar sérstaklega lungnavefinn. Hún sagði að hins vegar væri erfitt að bera saman rafsígarettur við sígarettur. Þegar kemur að sígarettum þá séu mun fleiri rannsóknir á bak við þær og hafa langtímaáhrifin verið könnuð. Langtímaáhrifin eigi hins vegar eftir að koma í ljós þegar kemur að rafsígarettunum.Lára Guðrún SigurðardóttirLára sagði helstu áhyggjurnar varðandi rafsígarettur snúa að ungu fólki sem notar þær en hefði mögulega aldrei annars reykt. Rafsígarettur geti vissulega hjálpað einhverjum að hætta að reykja en hins vegar sýni rannsóknir að átta af hverjum tíu sem nota þær reykja einnig sígarettur og nota þá rafsígaretturnar á þeim stöðum sem ekki má reykja á. Hún sagði gufuna sem rafsígarettur gefa frá sér ekki vera saklausa vatnsgufu eins og sumir hafi haldið fram. Hún segir að í gufunni sé efni sem heitir glýseról. Ef vökvinn er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. „Þetta er efni sem við viljum helst ekki hafa mikið í umhverfinu,“ sagði Lára Guðrún. Hún sagði sjö krabbameinsvaldandi efni hafa greinst í þessum vökva. Þar hafi einnig fundist skaðlegir málmar á borð við blý og kvikasilfur. Lára Guðrún sagði að miklar áhyggjur væru af því að einstaklingar undir tvítugu sem nota rafsígarettur leiðist út í reykingar á tóbaki. Aukin hætta sé á því að ánetjast nikótíni ef neysla þess hefst fyrir tvítugt þegar heilinn er enn að þroskast og í mótun. Hún sagði að ungir einstaklingar séu jafnvel að ánetjast vökva úr rafsígarettum sem eigi ekki að innihalda nikótín. Hún benti á að það væri bannað að selja nikótínvökva, þó svo að það sé gert hér á landi gegn reglugerðum. Hún sagði börnin annað hvort vera að ánetjast einhverjum efnum í vökvanum sem að á ekki að innihalda nikótín, að vökvinn sem á ekki að innihalda nikótín innihaldi nikótín í raun og veru eða þá að börnin séu einfaldlega að ánetjast hegðuninni. Hún sagði að það hafa tekið fimmtíu ár að sýna fram á hversu skaðlegar reykingar eru og enn lengri tíma hafi tekið að sýna fram á hversu skaðlegar óbeinar reykingar eru. Það gæti því að hennar mati tekið þó nokkurn tíma þar til langtímaáhrif rafsígretta koma ljós. Tengdar fréttir Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að flest bendi til þess að rafsígarettur séu skárri kostur en sígarettur, ef litið er til þeirra virku efna sem eru í þeim. Hún sagði þó ekki hægt að alhæfa um það því langtímarannsóknir séu ekki komnar fram. Lára Guðrún benti á að í reyknum frá rafsígarettum hafi fundist málmar og fleiri skaðleg efni sem á eftir að kortleggja þegar kemur að áhrifum sem þessi efni geta haft á líkamann, og nefndi þar sérstaklega lungnavefinn. Hún sagði að hins vegar væri erfitt að bera saman rafsígarettur við sígarettur. Þegar kemur að sígarettum þá séu mun fleiri rannsóknir á bak við þær og hafa langtímaáhrifin verið könnuð. Langtímaáhrifin eigi hins vegar eftir að koma í ljós þegar kemur að rafsígarettunum.Lára Guðrún SigurðardóttirLára sagði helstu áhyggjurnar varðandi rafsígarettur snúa að ungu fólki sem notar þær en hefði mögulega aldrei annars reykt. Rafsígarettur geti vissulega hjálpað einhverjum að hætta að reykja en hins vegar sýni rannsóknir að átta af hverjum tíu sem nota þær reykja einnig sígarettur og nota þá rafsígaretturnar á þeim stöðum sem ekki má reykja á. Hún sagði gufuna sem rafsígarettur gefa frá sér ekki vera saklausa vatnsgufu eins og sumir hafi haldið fram. Hún segir að í gufunni sé efni sem heitir glýseról. Ef vökvinn er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. „Þetta er efni sem við viljum helst ekki hafa mikið í umhverfinu,“ sagði Lára Guðrún. Hún sagði sjö krabbameinsvaldandi efni hafa greinst í þessum vökva. Þar hafi einnig fundist skaðlegir málmar á borð við blý og kvikasilfur. Lára Guðrún sagði að miklar áhyggjur væru af því að einstaklingar undir tvítugu sem nota rafsígarettur leiðist út í reykingar á tóbaki. Aukin hætta sé á því að ánetjast nikótíni ef neysla þess hefst fyrir tvítugt þegar heilinn er enn að þroskast og í mótun. Hún sagði að ungir einstaklingar séu jafnvel að ánetjast vökva úr rafsígarettum sem eigi ekki að innihalda nikótín. Hún benti á að það væri bannað að selja nikótínvökva, þó svo að það sé gert hér á landi gegn reglugerðum. Hún sagði börnin annað hvort vera að ánetjast einhverjum efnum í vökvanum sem að á ekki að innihalda nikótín, að vökvinn sem á ekki að innihalda nikótín innihaldi nikótín í raun og veru eða þá að börnin séu einfaldlega að ánetjast hegðuninni. Hún sagði að það hafa tekið fimmtíu ár að sýna fram á hversu skaðlegar reykingar eru og enn lengri tíma hafi tekið að sýna fram á hversu skaðlegar óbeinar reykingar eru. Það gæti því að hennar mati tekið þó nokkurn tíma þar til langtímaáhrif rafsígretta koma ljós.
Tengdar fréttir Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00