Sigmundur Davíð dregur stjórnarsáttmálann sundur og saman í háði Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2017 13:52 Sigmundur Davíð tætir nýjan stjórnarsáttmála í sig, telur hann hlálegt plagg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér. Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér.
Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45
Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15