Lífið

Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann

Benedikt Bóas skrifar
Flokkarnir þrír skipta með sér kostnaði við hönnun kynningarrits um nýjan stjórnarsáttmála.
Flokkarnir þrír skipta með sér kostnaði við hönnun kynningarrits um nýjan stjórnarsáttmála. Myndir/Viktoria Buzukina
„Ég fékk verkefnið á mánudag og það komu mjög margir að því hér hjá okkur,“ segir Viktoria Buzukina, grafískur hönnuður á auglýsingastofunni Hvíta húsinu en myndir eftir hana skreyta nýjasta stjórnarsáttmálann sem er 40 blaðsíður.

Viktoria hefur verið búsett hér á landi í sjö ár og er ánægð með hvernig til tókst.

Forsíðan á sáttmálanum hefur vakið töluverða athygli en þar er sem nýtt skjaldarmerki birtist, sem Guðmundur Bernharð, listrænn stjórnandi, þó þvertekur fyrir. 

„Þetta er ekki skjaldarmerkið heldur vitnun í skjaldarmerkið. Við fengum leyfi frá aðilum á vegum ríkisins til að gera þetta svona. Við pössuðum að fá leyfi fyrir öllu og bárum þetta undir fólk. Við leggjum áherslu á að þetta er ekki skjaldarmerkið en að landvættirnar séu til staðar og við vitnum í merkið sjálft. En við erum ekki að sýna skjaldarmerkinu óvirðingu,“ segir hann.

Allur stjórnarsáttmálinn er unninn innanhúss hjá stofunni en umbrotið og annað smálegt þykir sérlega smekklega gert, í ljósi þess stutta tíma sem stofan fékk til að vinna hana. Sjö stórar myndir prýða sáttmálann sem lítur bæði vel út í orði og á borði. 

Að neðan má sjá fleiri skreytingar úr sáttmálanum.

Viktoria Buzukina





Fleiri fréttir

Sjá meira


×