Forsætisráðherra boðar breytingar í nýju fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira