Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Ernir Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“ Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“
Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15