Ekkert lát á hríðarveðrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 20:54 Myndin er tekin á Akureyri í óveðri þar fyrir nokkrum árum. vísir/auðunn Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð. Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð.
Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57