Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 12:59 Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi. Vísir/Vilhelm Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12