Læknir segir lakkrís lífshættulegan Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2017 13:23 Lakkrís er að finna í ótrúlega mörgum tegundum sælgætis, hann er í sósum, hann er í ís ... og nú er komið á daginn að blessaður lakkrísinn er hættulegur heilsu okkar. „Ég er hættur að borða lakkrís,“ sagði Bjarni Þór Sigurðsson auglýsingastjóri Vísis náfölur þegar hann mætti til morgunverðar í höfuðstöðvum 365. Hann hafði verið að hlusta á Morgunútvarp Rásar 2 þar sem meðal annars var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan undir ákveðnum kringumstæðum. Víst er að mörgum íslenskum nammigrísum var og er illa brugðið því lakkrís er eftirlætissælgæti landsmanna og hann er að finna í ótrúlega mörgum tegundum sælgætis og reyndar öðrum neysluvörum.Hár blóðþrýstingur, búgsöfnun og kalsíumskorturHelga Ágústa skrifaði doktorsritgerð um virkni lakkrís á líkamann og hún hefur fylgt þeim rannsóknum eftir og komist að því að lakkrís hefur afar neikvæð áhrif á heilsu okkar. „Lakkrís hefur áhrif á ákveðið efni í líkamanum sem á að brjóta niður mjög virkt hormón, eitt mikilvægasta hormónið eða cortisol, niður í óvirkara form. Þetta er ákveðinn varnarmekkanismi líkamans.Helga Ágústa skaut íslenskum nammigrísum skelk í bringu í morgun þegar hún fór yfir það hversu óhollur lakkrísinn er.Lakkrís hindrar virkni þessa ensímis og þannig getur cortisolið farið að virka lengur og veldur háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun, kalíumskorti, getur þar af leiðandi valdið fylgikvillum þessa með hjartsláttartruflunum ef við erum lág í kalíum, heilablóðföllum og hjartaáföllum ef við erum há í blóðþrýstingi. Bara að vera komin með hindrun á þetta efni er mjög skaðlegt,“ segir Helga Ágústa.Hryllingssögur af áhrifum lakkrísátsHún segir jafnframt að líkaminn sé lengi að losa sig við lakkrís úr líkamanum og hann hafi einnig virkni á hormónakerfi nýrnahettunum sem hefur með aldurhormón að gera. Sú hömlun er í gangi í tvo til þrjá mánuði eftir að við höfum borðað lakkrís. Helga Ágústa kann hryllingssögur af innlögum fólks á spítala, drengur sem var lamaður vegna heilabjúgs sem lakkrísát hafði framkallað og stúlka sem studd var á spítalann af föður sínum, hún gat hvorki lyft höndum né fótum og engir reflexar frá taugakerfinu. Stúlkan var lögð á taugadeild, en í fyrstu var talið að hún væri þjökuð af bráðum taugasjúkdóm. En, ástæðan var of mikið og títt lakkrísát sem orsakaði 1,5 í calsium sem er lágt gildi og þá ná vöðvarnir ekki að virka á eðlilegan hátt.Lífhættulegt ástand en getur gengið til baka„Ef við lendum í hjartsláttartruflunum getur verið erfitt að ná okkur út úr því. Við getum lent í lífshættulegt ástand með svo lágt calsium. Jafnvel hjartastoppi,“ segir Helga Ágústa læknir og sérfræðingur í virkni lakkríss. Hún kallar eftir vakningu í þessum efnum og hvetur foreldra til að halda börnum sínum frá lakkrísáti.Finnur Geirsson er forstjóri Nóa Síríus. Sælgætisframleiðendur hafa spornað gegn þessari virkni en benda á að hóf sé í öllu best.Góðu fréttirnar eru þær að neikvæð áhrif lakkríss á líkamann eru ekki varanleg, þau geta gengið til baka ef fólk hættir að borða lakkrís. En, ekki er hlaupið að því að sniðganga lakkrís ef menn kjósa svo heilsu sinnar vegna því lakkrís er að finna í býsna mörgu; nýja vörulínan frá Nóa Síríus gengur út á að lakkrís sé í namminu, lakkrís er að finna í kökuuppskriftum, hann er vinsæll með ís og jafnvel er lakkrís blandað í sósur. Gæðastjóri Nóa Síríus er Rúnar Ingibjartsson og Vísir bar þetta undir hann.Nota lakkrísrót með lægra glycyrrhizinicsýru-innihaldi„Þú vitnar í ágætt viðtal á Rás2 við Helgu Ágústsdóttur lækni þar sem rætt er um skaðsemi lakkríss. Lakkrís inniheldur glycyrrhizinicsýru sem veldur háþrýstingi ef hennar er neytt í of miklu magni. Eins og oftast þegar rætt er um matvæli þá gildir reglan um neyslu í hófi,“ segir Rúnar. Auk Nóa Síríus er Góa, Freyja og Kólus þeir sem helst framleiða lakkrís á Íslandi. Finnur segir að það sem þeir sælgætisframleiðendur hafi gert til þess að minnka áhrifin af áðurnefndu efni „er að nota lakkrísrót með lægra glycyrrhizinicsýru innihaldi en áður tíðkaðist og náum þannig að framleiða bragðgóðan lakkrís með minna innihald af glycyrrhizinicsýru en áður tíðkaðist. Okkar vörur eru líka þannig samsettar að lakkríshlutinn er oft ekki meiri en 10-20% af vörunni. Hinn hlutinn er þá súkkulaði eða eitthvað annað en lakkrís. En eins og málshátturinn segir: Hóf er á öllu best.“ Heilsa Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Ég er hættur að borða lakkrís,“ sagði Bjarni Þór Sigurðsson auglýsingastjóri Vísis náfölur þegar hann mætti til morgunverðar í höfuðstöðvum 365. Hann hafði verið að hlusta á Morgunútvarp Rásar 2 þar sem meðal annars var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan undir ákveðnum kringumstæðum. Víst er að mörgum íslenskum nammigrísum var og er illa brugðið því lakkrís er eftirlætissælgæti landsmanna og hann er að finna í ótrúlega mörgum tegundum sælgætis og reyndar öðrum neysluvörum.Hár blóðþrýstingur, búgsöfnun og kalsíumskorturHelga Ágústa skrifaði doktorsritgerð um virkni lakkrís á líkamann og hún hefur fylgt þeim rannsóknum eftir og komist að því að lakkrís hefur afar neikvæð áhrif á heilsu okkar. „Lakkrís hefur áhrif á ákveðið efni í líkamanum sem á að brjóta niður mjög virkt hormón, eitt mikilvægasta hormónið eða cortisol, niður í óvirkara form. Þetta er ákveðinn varnarmekkanismi líkamans.Helga Ágústa skaut íslenskum nammigrísum skelk í bringu í morgun þegar hún fór yfir það hversu óhollur lakkrísinn er.Lakkrís hindrar virkni þessa ensímis og þannig getur cortisolið farið að virka lengur og veldur háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun, kalíumskorti, getur þar af leiðandi valdið fylgikvillum þessa með hjartsláttartruflunum ef við erum lág í kalíum, heilablóðföllum og hjartaáföllum ef við erum há í blóðþrýstingi. Bara að vera komin með hindrun á þetta efni er mjög skaðlegt,“ segir Helga Ágústa.Hryllingssögur af áhrifum lakkrísátsHún segir jafnframt að líkaminn sé lengi að losa sig við lakkrís úr líkamanum og hann hafi einnig virkni á hormónakerfi nýrnahettunum sem hefur með aldurhormón að gera. Sú hömlun er í gangi í tvo til þrjá mánuði eftir að við höfum borðað lakkrís. Helga Ágústa kann hryllingssögur af innlögum fólks á spítala, drengur sem var lamaður vegna heilabjúgs sem lakkrísát hafði framkallað og stúlka sem studd var á spítalann af föður sínum, hún gat hvorki lyft höndum né fótum og engir reflexar frá taugakerfinu. Stúlkan var lögð á taugadeild, en í fyrstu var talið að hún væri þjökuð af bráðum taugasjúkdóm. En, ástæðan var of mikið og títt lakkrísát sem orsakaði 1,5 í calsium sem er lágt gildi og þá ná vöðvarnir ekki að virka á eðlilegan hátt.Lífhættulegt ástand en getur gengið til baka„Ef við lendum í hjartsláttartruflunum getur verið erfitt að ná okkur út úr því. Við getum lent í lífshættulegt ástand með svo lágt calsium. Jafnvel hjartastoppi,“ segir Helga Ágústa læknir og sérfræðingur í virkni lakkríss. Hún kallar eftir vakningu í þessum efnum og hvetur foreldra til að halda börnum sínum frá lakkrísáti.Finnur Geirsson er forstjóri Nóa Síríus. Sælgætisframleiðendur hafa spornað gegn þessari virkni en benda á að hóf sé í öllu best.Góðu fréttirnar eru þær að neikvæð áhrif lakkríss á líkamann eru ekki varanleg, þau geta gengið til baka ef fólk hættir að borða lakkrís. En, ekki er hlaupið að því að sniðganga lakkrís ef menn kjósa svo heilsu sinnar vegna því lakkrís er að finna í býsna mörgu; nýja vörulínan frá Nóa Síríus gengur út á að lakkrís sé í namminu, lakkrís er að finna í kökuuppskriftum, hann er vinsæll með ís og jafnvel er lakkrís blandað í sósur. Gæðastjóri Nóa Síríus er Rúnar Ingibjartsson og Vísir bar þetta undir hann.Nota lakkrísrót með lægra glycyrrhizinicsýru-innihaldi„Þú vitnar í ágætt viðtal á Rás2 við Helgu Ágústsdóttur lækni þar sem rætt er um skaðsemi lakkríss. Lakkrís inniheldur glycyrrhizinicsýru sem veldur háþrýstingi ef hennar er neytt í of miklu magni. Eins og oftast þegar rætt er um matvæli þá gildir reglan um neyslu í hófi,“ segir Rúnar. Auk Nóa Síríus er Góa, Freyja og Kólus þeir sem helst framleiða lakkrís á Íslandi. Finnur segir að það sem þeir sælgætisframleiðendur hafi gert til þess að minnka áhrifin af áðurnefndu efni „er að nota lakkrísrót með lægra glycyrrhizinicsýru innihaldi en áður tíðkaðist og náum þannig að framleiða bragðgóðan lakkrís með minna innihald af glycyrrhizinicsýru en áður tíðkaðist. Okkar vörur eru líka þannig samsettar að lakkríshlutinn er oft ekki meiri en 10-20% af vörunni. Hinn hlutinn er þá súkkulaði eða eitthvað annað en lakkrís. En eins og málshátturinn segir: Hóf er á öllu best.“
Heilsa Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira