Ósáttir við aðgerðir á vanhirtum búfénaði Sveinn Arnarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Arnar Gústafsson, bóndi á Brimnesi. vísir/Sveinn Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira