Ósáttir við aðgerðir á vanhirtum búfénaði Sveinn Arnarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Arnar Gústafsson, bóndi á Brimnesi. vísir/Sveinn Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira