Er alltaf að setja sér áskoranir Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. janúar 2017 10:00 Hildur verður á fullu núna næstu mánuðina við ýmist að hugleiða, teygja, syngja og ferðast. Vísir/Stefán „Ég elska áskoranir og mér finnst geðveikt gaman að gera eitthvað sem ég býst við að geta ekki, það er svona mín pæling. Ég er líka alltaf að setja mér áskoranir hvort sem er, þannig að það er mjög fínt að gera það núna með öðru fólki, það er fínt að fá peppið sem því fylgir,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona sem ekki bara stendur í ströngu við að undirbúa sitt framlag til Söngvakeppninnar um þessar mundir heldur er hún einnig að undirbúa þátttöku sína í meistaramánuði.Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt? „Ég hef tekið þátt tvisvar áður, en þá í bæði skiptin var ég svolítið mikið að fókusa á að breyta mataræðinu, en núna hef ég verið vinna svo mikið í að breyta mataræðinu mínu, að markmiðin tengjast ekki mataræði í þetta sinn, þó að ég ætli auðvitað að halda áfram að borða hollt. En í síðasta skiptið var fókusinn minn bara þar, þannig að núna er þetta svolítið öðruvísi.“ Hildur hefur einmitt leyft fólki að fylgjast með breyttu mataræði á bloggsíðunni sinni hipaleo.com.Hvernig gekk að halda þetta út síðast? „Tja, ég held að í bæði skiptin hafi ég „beilað“ eftir um þrjár vikur, ég náði minnir mig ekki að halda út allar vikurnar. En núna eftir tvö feiluð skipti er þriðja skiptið augljóslega „the charm“.Munu markmiðin þín nýtast þér í Söngvakeppninni? „Já, ég ætla að bæta fimleikum inn í atriðið, held að það selji fólki þetta – síðan tek ég líklega hugleiðslu á sviðinu áður en ég byrja að syngja,“ svarar Hildur hlæjandi. Aðspurð hvað annað sé á döfinni deilir hún með blaðamanni að hún sé um þessar mundir að klára EP- plötu og að hún komi út á næstu mánuðum, án þess að vilja greina nánar frá hvenær nákvæmlega það verði. Einnig er Hildur á leiðinni til Slóvakíu að spila, en þar á hún aðdáendahóp og kom sú uppgötvun henni skemmtilega á óvart. Hildur er með þrjú aðalmarkmið, þau eru:1. Byrja að hugleiða á hverjum degi. „Þetta er eitthvað sem ég hef ætlað að gera mjög lengi. Ég held að það myndi hjálpa mér mjög mikið.“2. Ég ætla að reyna að verða liðugri. „Kannski svolítið opið markmið, en ég er ógeðslega stirð og ég ætla til dæmis að reyna að ná höndunum niður í gólf standandi með beina fætur, ég bara get það ekki núna, til þess er ég allt of stirð. Ég ætla að gera smá jóga daglega og teygjuæfingar sem hjálpa mér að liðka mig. Ég er alveg dugleg í ræktinni en ég er ekki nógu dugleg að teygja,“ segir Hildur en svarar, spurð hvort hún eigi ekki bara að fara alla leið og þjálfa sig upp í að geta dottið í splitt, að hún telji mánuð kannski eilítið of stuttan tíma í það. Gott og vel.3. Vakna í síðasta lagi klukkan átta á hverjum morgni. Ég er svolítið mikil B-manneskja og þar sem ég er að vinna sem tónlistarkona þá þarf ég oft ekkert að vakna sjúklega snemma og ræð dögunum mínum sjálf en ég finn það alltaf þegar ég þarf að vakna snemma, til dæmis ef ég er að fara til tannlæknis eða eitthvað þannig, að þá verða dagarnir mínir miklu betri þannig að ég ætla að prófa hvort ég geti alltaf vaknað klukkan átta. Meistaramánuður Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Ég elska áskoranir og mér finnst geðveikt gaman að gera eitthvað sem ég býst við að geta ekki, það er svona mín pæling. Ég er líka alltaf að setja mér áskoranir hvort sem er, þannig að það er mjög fínt að gera það núna með öðru fólki, það er fínt að fá peppið sem því fylgir,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona sem ekki bara stendur í ströngu við að undirbúa sitt framlag til Söngvakeppninnar um þessar mundir heldur er hún einnig að undirbúa þátttöku sína í meistaramánuði.Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt? „Ég hef tekið þátt tvisvar áður, en þá í bæði skiptin var ég svolítið mikið að fókusa á að breyta mataræðinu, en núna hef ég verið vinna svo mikið í að breyta mataræðinu mínu, að markmiðin tengjast ekki mataræði í þetta sinn, þó að ég ætli auðvitað að halda áfram að borða hollt. En í síðasta skiptið var fókusinn minn bara þar, þannig að núna er þetta svolítið öðruvísi.“ Hildur hefur einmitt leyft fólki að fylgjast með breyttu mataræði á bloggsíðunni sinni hipaleo.com.Hvernig gekk að halda þetta út síðast? „Tja, ég held að í bæði skiptin hafi ég „beilað“ eftir um þrjár vikur, ég náði minnir mig ekki að halda út allar vikurnar. En núna eftir tvö feiluð skipti er þriðja skiptið augljóslega „the charm“.Munu markmiðin þín nýtast þér í Söngvakeppninni? „Já, ég ætla að bæta fimleikum inn í atriðið, held að það selji fólki þetta – síðan tek ég líklega hugleiðslu á sviðinu áður en ég byrja að syngja,“ svarar Hildur hlæjandi. Aðspurð hvað annað sé á döfinni deilir hún með blaðamanni að hún sé um þessar mundir að klára EP- plötu og að hún komi út á næstu mánuðum, án þess að vilja greina nánar frá hvenær nákvæmlega það verði. Einnig er Hildur á leiðinni til Slóvakíu að spila, en þar á hún aðdáendahóp og kom sú uppgötvun henni skemmtilega á óvart. Hildur er með þrjú aðalmarkmið, þau eru:1. Byrja að hugleiða á hverjum degi. „Þetta er eitthvað sem ég hef ætlað að gera mjög lengi. Ég held að það myndi hjálpa mér mjög mikið.“2. Ég ætla að reyna að verða liðugri. „Kannski svolítið opið markmið, en ég er ógeðslega stirð og ég ætla til dæmis að reyna að ná höndunum niður í gólf standandi með beina fætur, ég bara get það ekki núna, til þess er ég allt of stirð. Ég ætla að gera smá jóga daglega og teygjuæfingar sem hjálpa mér að liðka mig. Ég er alveg dugleg í ræktinni en ég er ekki nógu dugleg að teygja,“ segir Hildur en svarar, spurð hvort hún eigi ekki bara að fara alla leið og þjálfa sig upp í að geta dottið í splitt, að hún telji mánuð kannski eilítið of stuttan tíma í það. Gott og vel.3. Vakna í síðasta lagi klukkan átta á hverjum morgni. Ég er svolítið mikil B-manneskja og þar sem ég er að vinna sem tónlistarkona þá þarf ég oft ekkert að vakna sjúklega snemma og ræð dögunum mínum sjálf en ég finn það alltaf þegar ég þarf að vakna snemma, til dæmis ef ég er að fara til tannlæknis eða eitthvað þannig, að þá verða dagarnir mínir miklu betri þannig að ég ætla að prófa hvort ég geti alltaf vaknað klukkan átta.
Meistaramánuður Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira