Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki hafa komið að tillögum um breytingar á hjúkrunarnámi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2017 11:45 Skortur er á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum. Vísir/Pjetur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki hafa komið að vinnu að tillögum um breytingar á námi í hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólamenntun. Formaður félagsins segir algjört áhugaleysi yfirvalda hafa ríkt í málefnum hjúkrunarfræðinga en áréttar þó að þróun á námi sé liður í fjölgun hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum landsins. Fyrrverandi formaður segir kjör hjúkrunarfræðinga vandamálið, ekki aðsókn í námið. Í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að félagið vilji árétta að það styðji ekki gjaldfellingu á námi í hjúkrunarfræði. Þá þvertekur félagið fyrir að hafa komið að vinnu að tillögum um umræddar breytingar, sem gera ráð fyrir að fólk með aðra háskólamenntun geti fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum. „Fíh hefur ekki komið að vinnu að tillögum um breytingar á námi í hjúkrunarfræði, hvorki á núverandi námi eða námi í hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólamenntun. Því er fréttaflutningur um aðkomu félagsins að slíkri vinnu beinlínis rangur,“ segir í tilkynningunni. Þá leggur félagið áherslu á aðkomu stjórnvalda að vandanum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru mun lægri en annarra háskólamenntaðra starfsmanna og ljóst að laun eru stór áhrifaþáttur í að hjúkrunarfræðingar leita í önnur störf. Stjórnvöld þurfa að koma að þessari vinnu ásamt félaginu og heilbrigðis- og menntastofnunum. Draga þarf úr flótta hjúkrunarfræðinga úr starfi ásamt því að fjölga þeim sem útskrifast úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Verulega skortir á þann vilja og ljóst er að auka þarf fjármagn til heilbrigðis- og menntastofnana til að árangur náist í slíkri vinnu.“Ekki stefnt að framleiðslu á „varamönnum“Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við Vísi að nám í hjúkrunarfræði að lokinni annarri háskólagráðu sé ekki ný hugmynd. Námið hafi lengi verið í boði í Bandaríkjunum og Kanada við gott gengi en umræðan um það á síðustu dögum hafi farið kolrangt af stað. „Þetta er viðurkennt og hefur verið praktíserað í Bandaríkjunum og Kanada í hátt í 20 ár. Þá hafa þessir einstaklingar, sem eru með mismunandi bakgrunn, ákveðið að leggja fyrir sig hjúkrun og námið sniðið að þeim. Ef staðið er rétt að þessu er ekki verið að gjaldfella námið eða framleiða einhverja varamenn.“ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kom ekki að þróun tillagana, sem fjallað hefur verið um undanfarna daga, og Guðbjörg harmar það að Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hafi ekki enn stigið fram og leiðrétt þann misskilning. Hún segir þróun og breytingar á hjúkrunarfræðináminu þó mikilvægan þátt í því að fá hjúkrunarfræðinga aftur inn á spítalana. Hún leggur áherslu á að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga beri skylda til að leita allra leiða til að fjölga starfandi hjúkrunarfræðingum. „Við verðum að halda áfram að mennta fleiri og þá þarf auðvitað að skoða fleiri leiðir til þess. Hlutfall starfandi, íslenskra hjúkrunarfræðinga er lágt og meðalaldur stéttarinnar er hár. Þetta er bara ein leið sem hægt er að beita til að fjölga hjúkrunarfræðingum við algjört áhugaleysi stjórnvalda í þessum málum.“Kjör hjúkrunarfræðinga vandamálið, ekki aðsóknin í námiðÓlafur G. Skúlason, hjúkrunardeildarstjóri á skurðstofum Landspítala í Fossvogi og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, tjáði sig um tillöguna á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir skort á hjúkrunarfræðingum, sem tillagan átti að stemma stigu við, ekki vandamálið heldur liggi það fyrst og fremst í kjörum hjúkrunarfræðinga. Nær sé að bæta nám við núverandi fyrirkomulag. „Þetta mun engu að síður ekki fjölga hjúkrunarfræðingum. Aðsókn að hjúkrunarnámi er ekki vandamálið. Fjöldatakmörkunum er beitt og komast færri að en vilja í hjúkrunarnám. Það væri því nær að nota þessi auka pláss sem þetta fólk myndi taka og fjölga þeim nemum sem geta hafið nám í hjúkrunarfræði í núverandi fyrirkomulagi,“ skrifaði Ólafur. Þá sagði hann hjúkrunarfræðinga myndu sækja í auknum mæli í störf við hjúkrun ef aðstæður yrðu bættar. „Í dag eru 1000 hjúkrunarfræðingar á Íslandi sem ekki starfa við hjúkrun. Hækka þarf laun, draga þarf úr álagi og minnka vinnuskyldu þeirra sem vinna vaktavinnu. Það myndi skila sér í aukinni aðsókn hjúkrunarfræðinga í störf við hjúkrun.“ Tengdar fréttir Réttindi til hjúkrunar á tveimur árum Fólk með aðra háskólamenntun getur fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, samkvæmt nýjum tillögum sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra í næstu viku. Enginn afsláttur verður þó gefin á gæðum námsins, segir deildastjóri. 6. júní 2017 20:00 Sjúkraliðar furða sig á tillögum um tveggja ára hjúkrunarnám Mikil reiði hefur gripið um sig innan starfsstéttar sjúkraliða eftir að nýjar tillögur um tveggja ára hjúkrunarnám, sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra, voru kynntar. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands furðar sig á því að sjúkraliðar séu sniðgengnir í þessum fyrirætlunum en þær gera ráð fyrir styttu hjúkrunarnámi fyrir fólk með háskólagráðu. 7. júní 2017 17:15 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki hafa komið að vinnu að tillögum um breytingar á námi í hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólamenntun. Formaður félagsins segir algjört áhugaleysi yfirvalda hafa ríkt í málefnum hjúkrunarfræðinga en áréttar þó að þróun á námi sé liður í fjölgun hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum landsins. Fyrrverandi formaður segir kjör hjúkrunarfræðinga vandamálið, ekki aðsókn í námið. Í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að félagið vilji árétta að það styðji ekki gjaldfellingu á námi í hjúkrunarfræði. Þá þvertekur félagið fyrir að hafa komið að vinnu að tillögum um umræddar breytingar, sem gera ráð fyrir að fólk með aðra háskólamenntun geti fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum. „Fíh hefur ekki komið að vinnu að tillögum um breytingar á námi í hjúkrunarfræði, hvorki á núverandi námi eða námi í hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólamenntun. Því er fréttaflutningur um aðkomu félagsins að slíkri vinnu beinlínis rangur,“ segir í tilkynningunni. Þá leggur félagið áherslu á aðkomu stjórnvalda að vandanum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru mun lægri en annarra háskólamenntaðra starfsmanna og ljóst að laun eru stór áhrifaþáttur í að hjúkrunarfræðingar leita í önnur störf. Stjórnvöld þurfa að koma að þessari vinnu ásamt félaginu og heilbrigðis- og menntastofnunum. Draga þarf úr flótta hjúkrunarfræðinga úr starfi ásamt því að fjölga þeim sem útskrifast úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Verulega skortir á þann vilja og ljóst er að auka þarf fjármagn til heilbrigðis- og menntastofnana til að árangur náist í slíkri vinnu.“Ekki stefnt að framleiðslu á „varamönnum“Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við Vísi að nám í hjúkrunarfræði að lokinni annarri háskólagráðu sé ekki ný hugmynd. Námið hafi lengi verið í boði í Bandaríkjunum og Kanada við gott gengi en umræðan um það á síðustu dögum hafi farið kolrangt af stað. „Þetta er viðurkennt og hefur verið praktíserað í Bandaríkjunum og Kanada í hátt í 20 ár. Þá hafa þessir einstaklingar, sem eru með mismunandi bakgrunn, ákveðið að leggja fyrir sig hjúkrun og námið sniðið að þeim. Ef staðið er rétt að þessu er ekki verið að gjaldfella námið eða framleiða einhverja varamenn.“ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kom ekki að þróun tillagana, sem fjallað hefur verið um undanfarna daga, og Guðbjörg harmar það að Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hafi ekki enn stigið fram og leiðrétt þann misskilning. Hún segir þróun og breytingar á hjúkrunarfræðináminu þó mikilvægan þátt í því að fá hjúkrunarfræðinga aftur inn á spítalana. Hún leggur áherslu á að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga beri skylda til að leita allra leiða til að fjölga starfandi hjúkrunarfræðingum. „Við verðum að halda áfram að mennta fleiri og þá þarf auðvitað að skoða fleiri leiðir til þess. Hlutfall starfandi, íslenskra hjúkrunarfræðinga er lágt og meðalaldur stéttarinnar er hár. Þetta er bara ein leið sem hægt er að beita til að fjölga hjúkrunarfræðingum við algjört áhugaleysi stjórnvalda í þessum málum.“Kjör hjúkrunarfræðinga vandamálið, ekki aðsóknin í námiðÓlafur G. Skúlason, hjúkrunardeildarstjóri á skurðstofum Landspítala í Fossvogi og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, tjáði sig um tillöguna á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir skort á hjúkrunarfræðingum, sem tillagan átti að stemma stigu við, ekki vandamálið heldur liggi það fyrst og fremst í kjörum hjúkrunarfræðinga. Nær sé að bæta nám við núverandi fyrirkomulag. „Þetta mun engu að síður ekki fjölga hjúkrunarfræðingum. Aðsókn að hjúkrunarnámi er ekki vandamálið. Fjöldatakmörkunum er beitt og komast færri að en vilja í hjúkrunarnám. Það væri því nær að nota þessi auka pláss sem þetta fólk myndi taka og fjölga þeim nemum sem geta hafið nám í hjúkrunarfræði í núverandi fyrirkomulagi,“ skrifaði Ólafur. Þá sagði hann hjúkrunarfræðinga myndu sækja í auknum mæli í störf við hjúkrun ef aðstæður yrðu bættar. „Í dag eru 1000 hjúkrunarfræðingar á Íslandi sem ekki starfa við hjúkrun. Hækka þarf laun, draga þarf úr álagi og minnka vinnuskyldu þeirra sem vinna vaktavinnu. Það myndi skila sér í aukinni aðsókn hjúkrunarfræðinga í störf við hjúkrun.“
Tengdar fréttir Réttindi til hjúkrunar á tveimur árum Fólk með aðra háskólamenntun getur fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, samkvæmt nýjum tillögum sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra í næstu viku. Enginn afsláttur verður þó gefin á gæðum námsins, segir deildastjóri. 6. júní 2017 20:00 Sjúkraliðar furða sig á tillögum um tveggja ára hjúkrunarnám Mikil reiði hefur gripið um sig innan starfsstéttar sjúkraliða eftir að nýjar tillögur um tveggja ára hjúkrunarnám, sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra, voru kynntar. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands furðar sig á því að sjúkraliðar séu sniðgengnir í þessum fyrirætlunum en þær gera ráð fyrir styttu hjúkrunarnámi fyrir fólk með háskólagráðu. 7. júní 2017 17:15 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Réttindi til hjúkrunar á tveimur árum Fólk með aðra háskólamenntun getur fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, samkvæmt nýjum tillögum sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra í næstu viku. Enginn afsláttur verður þó gefin á gæðum námsins, segir deildastjóri. 6. júní 2017 20:00
Sjúkraliðar furða sig á tillögum um tveggja ára hjúkrunarnám Mikil reiði hefur gripið um sig innan starfsstéttar sjúkraliða eftir að nýjar tillögur um tveggja ára hjúkrunarnám, sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra, voru kynntar. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands furðar sig á því að sjúkraliðar séu sniðgengnir í þessum fyrirætlunum en þær gera ráð fyrir styttu hjúkrunarnámi fyrir fólk með háskólagráðu. 7. júní 2017 17:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“